Færsluflokkur: Bloggar
6.3.2008 | 09:32
,,Sá er vitr er víða ratar
Að lokinni ferð eins og þeirri sem að baki er tekur það hugann ákveðinn tíma að lenda. Lenda í þeim skilningi að endurupplifa þá atburði sem maður hefur séð og heyrt sl mánuð, sortera þá í huganum ásamt því að kúpla sig til baka inn í daglegt amstur hvers manns, hverrar fjölskyldu. Bara töluverð breyting fyrir flesta. Staðir sem við skoðuðum fyrir 3 vikum siðan virðast líka svo skringilega órafjarri:,,Bíddu, hvenær vorum við á Páskaeyju? Einhverntíma á síðasta ári??
Þegar við spyrjum hvert annað hvað stóð upp úr í ferðinni klóra flestir sér í kollinum enda erfitt að gera upp á milli. En algengustu svörin eru; Páskaeyja - þá kannski vegna staðsetningarinnar, skemmtilegrar sögu og fallega fólksins (!), Kambódía - stórkostlegar fornminjar, verðlag, ferðamátinn, brosandi bjartsýn andlit og svo skemma ekki nuddstofurnar ☺ og Indland, því þrátt fyrir allan skítinn og fátæktina er eitthvað sem heillar mann. Skrautlegt mannhafið, sariarnir, Taj Mahal, stóru skreyttu fílarnir, maturinn náttúrlega og ekki má gleyma öllum djásnunum sem landið situr á.
Eftir að hafa hist í áfallahjálp í reisulok , bjuggum við okkur til bíómyndalista sem við ætlum okkur að horfa á, ein sér eða í smærri hópum (!) og er niðurstaðan eftirfarandi:
MIAMI Scarface, Brian Palma 1983
PERÚ Motorcycle Diary 2004, Indiana Jones Raiders of the Lost Ark 1981
PÁSKAEYJA - Rapa Nui, Kevin Costner 1994
SAMOA Samoan Wedding 2006
SYDNEY Ástralía Crocodile Dundee 1986, Mad Max 1979/1981
KAMBÓDÍA Killing Fields 1984
INDLAND Gandhi 1982 (eða bara eina af 23.645.273 Bollywood-myndum)
OMAN The seven Voyages in Oman heimildamynd
JÓRDANÍA Indiana Jones, The Last Cruisade 1989
CAIRO Egyptaland The Purple Rose of Cairo 1985, The English Patient 1996,
Death on the Nile 1978
REYKJAVÍK 101 RVK.
Að sjálfsögðu má svo rýna í Fjölvabækurnar frægu um Tinna og Kolbein kaftein en í þeim eru margar sagnfræðilegar staðreyndir að finna s.s. eins og í Tinni og kolafarmurinn, Vindlar Faraós, Krabbinn með gylltu klærnar, Fangarnir í Sólhofinu og fleiri.
Við viljum þakka öllum þeim sem lásu ferðadagbókina, fylgdust með okkur og sendu okkur kveðjur en þar er Edda konan hans Halla kokks í 1.sæti ☺
THE GLOBETROTTERS
☺☺☺☺☺☺☺☺☺☺☺☺
Bloggar | Breytt 13.4.2008 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2008 | 00:02
Cairo - heim ...
Það hvíldi köld þoka yfir friðsælli Nílará þegar áhafnarbíllinn okkar renndi af stað frá hótelinu. Hrollur fór um dömurnar í nælonsokkabuxunum en það er víst tími til að venjast honum. Heima er snjór og kalt. Farþegarnir okkar gengu um borð í vélina upp rauðan dregil sem var á stigabílnum en við stigann stóð Anna Dís prúðbúin í íslenskum upphlut og bauð þá velkomna. Ekki alveg það sem þeir hafa búist við eftir uppátæki okkar á síðustu leggjum en vá, þeir féllu í stafi. Tóku myndir og spurðu og spurðu út í búninginn. Þeir vissu náttúrlega ekki á hverju þeir áttu von síðar á fluginu, ræ ræ ræ Áætlaður flugtími heim héldum við að væri eitthvað grín, 7:55 og hugsanleg millilending í CPH vegna mikils mótvindar. En það breyttist nú, enda eru strákarnir okkar engir venjulegir flugmenn :-) Við heyrðum frá einum farþeganum að honum fyndist við engin venjuleg flugáhöfn og svo sannarlega ólík þeim bandarísku. Samhent, geislandi og frjálsleg og svo væru unglingar í flugstjórnarklefanum ☺ ! Þegar nokkuð var liðið á flugið og allri matarþjónustu lokið kom Björg í hátalarann og auglýsti skartgripasýningu afturí setustofu vélarinnar. Og það var eins og við manninn mælt. Konurnar spýttust aftur eftir vélinni með skartgripapokana og svo var öllum sýnd innkaup ferðarinnar. Þær ó-uðu og æ-uðu yfir öllu skartinu og hvað er betra á stundu sem slíkri en dreypa á Laurent Perrier kampavíni ($ 300) og narta í konfektmola frá Nóa Síríus?! Þegar dömurnar voru í óða önn að virða fyrir sér eðalsteina og gull á lounge-inum hurfu skyndilega allar flugfreyjur úr farþegarýminu og stuttu síðar ómaði seiðandi arabískur takturinn um alla vél. Úr fremra eldhúsinu komum við svo dansandi, eins vel og Josy magadanskennari hafði kennt okkur áður en við lögðum af stað, og bárum fram egypskan eftirrétt með stíl innfæddra. Aumingja Ron gamli sem kom út af einu salerninu fékk næstum taugaáfall og lokaði hurðinni aftur en var dreginn út af tveimur brosandi Icelandair magadansmeyjum. Klukkustundirnar átta þugu hjá eins og óð fluga! Fyrr en varði var kominn tími til að ganga frá og lenda heima í snjónum og var ekki laust við að maður fengi kökk í hálsinn þegar Björg kvaddi farþegana okkar, gestina okkar síðustu 26 daga, og bauð okkur velkomin heim. Eftir að hafa heilsað og kvatt áhöfnina sem tók við vélinni og skilar ,,okkar fólki til New York fórum við niður í komusalinn þar sem okkur var fagnað með lófataki og ræðu frá Jan Moester, aðalfararstjóra A&K í ferðinni. Við roðnuðum bara yfir fallegum orðum hans í okkar garð en gengum svo á milli farþeganna og kvöddum þá alla persónulega. Skyldumæting var svo í rútuna til Reykjavíkur ( Halli fékk að vísu skriflega undanþágu sökum búsetu) þar sem rifjuð voru upp nokkur góð moment. Já og hlegið aðeins meira. Fjölskyldur okkar biðu spenntar eftir okkur í Reykjavík hvar síðasta hópmyndatakan fór fram í áhafnaherberginu☺.
The Globetrotters, áhöfnin hlæjandi á TF-FIA, FI 1452 segir þessari dagbók lokið en tekið er fram að búast má við fleiri myndum allra næstu daga.
Gonsi, Jói Lapas, Maggi Stefáns, Óskar, Björg, Anna Dís, Sigga Toll, Oddný, Ása, Inga, Siggi og Halli.
Bloggar | Breytt 18.1.2009 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2008 | 23:55
Cairo dagur 2
Í dag var óskipulögð vöknun! Fólk þurfti að hvíla sig mislengi eftir dansæfinguna í gærkvöldi en eftir morgunverðinn fundu flestir áhafnarmeðlimir sig einhvern veginn sig knúna til að reka múmíur og fornmuni augum í Egyptian Museum. Það er alveg kyngimagnað að sjá múmíurnar liggja þarna í glerkistunum. Andlitin, húðina sem enn er heil, hárið, tennurnar og neglurnar og einhver furðuleg tilfinning hellist yfir mann. Einhver hlýja eða virðing fyrir manneskjunni sem fyrir 4-5000 árum var sprelllifandi og lifði svo allt öðruvísi lífi en við gerum í dag.
Svo dóluðu menn sér hér og þar. Gullbúðin góða var heimsótt af sumum sem voru komnir með ´last minute shopping´ skjálfta, aðrir skelltu sér í súkkið að kaupa krydd, egypska bómull og silki en jú, sumir þurftu að vinna!! Siggi & Hall stjórnuðu gerð veitinganna fyrir heimflugið í flugeldhúsinu af natni eins og þeim er einum lagið en öll sameinuðumst við svo í síðustu kvöldmáltíðinni í matsal hótelsins um kvöldið. Allir snemma í bólið, pick up kl 05.00.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 20:08
Dagur í Cairo
Bloggar | Breytt 13.4.2008 kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 15:10
Aqaba - Cairo
Bloggar | Breytt 13.4.2008 kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 15:00
Dagur í Aqaba
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 14:44
Muscat - Aqaba
Bloggar | Breytt 13.4.2008 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 20:59
Dagur í Muscat
Bloggar | Breytt 13.4.2008 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 20:24
Jaipur-Jodhpur-Agra-Muscat
Bloggar | Breytt 28.12.2008 kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 18:58
Jaipur - Bleika borgin
Bloggar | Breytt 5.4.2008 kl. 03:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar