13.2.2008 | 00:39
Dagur 3 í Lima
Mættum níður í lobby og röðuðum okkur í sófann góða með tölvurnar (merkilegt hvað maður hefur mikla þörf fyrir að vera í sambandi þegar maður rétt skellir sér af landinu!!) Í okkar hópi er enginn maður með mönnum nema hreyfa sig daglega svo á endanum voru allir komnir með program, sumir í gymið, maraþonhópurinn fór út að hlaupa og restin fékk móral og tók kraftgöngusprett niður að strönd ef strönd skyldi kalla.
Siggi og Halli, sem bera núna nafnið ,,Siggi Hall eða bara ,,Siggi & Hall , fóru út á völl að elda. Þeir eru algjörir snillingar þessir eðaldrengir og hósta upp hvaða sérpöntunum sem er
hráfæði hér
. ofnæmi þar. Alltaf heyrist: Við reddum því! Eftir hádegi var ferðinni heitið á hinn margrómaða inka-markað þar sem hátískuvörur á við lamaullarhúfur, vettlinga og poncho ásamt skartgripum fögrum úr silfri fylltu innkaupapokana. Aðallega Gonsa.
Skriðum snemma til náða eftir föndurstund inni hjá Björgu.
J.Lapas:,,Eruð þið til í slaka aðeins á blogginu, það hringir enginn í mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 15:35
Design your day in Lima..
Vöknuðum missnemma og hresstum okkur við í perúsku morgunverðarhlaðborði og síðan var planaður túristaleikur um borgina. Hún Beatrice brosandi (sem ber orðið ´arranged´ ógleymanlega fram..) leiddi okkur í allan sannleika um innreið Spánverja í Perú 1532 og byggingu hinna fögru munkaklaustra víða um landið. Skoðuðum við m.a. dómkirkju San Franciscu reglunnar og katakomburnar sem undir henni eru. 10 m djúpur brunnur fullur af beinum, efsta lagið snyrtilega raðað i mynstur (höfuð, herðar, hné og tær!) og þrúgandi loftleysi átti athygli okkar allra - nema eins! Til fróðleiks má geta þess að á sínum tíma tókst Spánverjum að bræða stóran hluta fornminja frumbyggja Perú þ.m.t. mikið magn af gulli svo ekki er til mikið af þeim dýrgripum.
Um kvöldið var skyldumæting á hinn sívinsæla íslendingastað La Rosa Nautica sem er byggður á bryggjusporði út í Kyrrahafið. Frábær matur og sérvalinn félagsskapur einkenndi kvöldið og skriðu allir ánægðir í rekkju.
Rannveig! Rétt í þessu gekk áhöfn Air Europa framhjá okkur hér í lobbýinu í gallapilsum, -buxum og blazer-um sem einkennisfötum. Okkur líst betur á Steinunni ...
ps. Vorum í sjokki eftir að við urðum vitni að miður fallegum atburði í miðbænum þar sem götustrákur í lörfum var barinn í klessu og höfði hans margskellt í götuna.
Bloggar | Breytt 28.12.2008 kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2008 | 15:40
MIAMI-LIMA
Brottför frá hóteli kl 8.00 allt gekk eins og í sögu. Glaðir farþegar gengu um borð kl. 9.45, vorum með "happy eyes" eins og Josy magadanskennari sagði svo skemmtilega í hópeflinu.
Fyrstu kynni - okkur leist strax frábærlega á farþegana okkar, kampavín, mimósa og appelsínusafi rann ljúft niður - drykkur dagsins var mímósa fyrir flugtak, eftir flugtak var það bloody mary.
Vorum tilbúin til brottfarar kl. 10.20 hurðum lokað, tengingaferli framkvæmt, kemur þá í ljós að Halli kokkur er niðri í lest!!! Þar sem það er ekki innangengt á milli lestar og farþegarýmis urðum við að aftengja og opna og hleypa Halla greyinu um borð. Aftur tengt, kom upp vandamál hjá A&K og var raninn eins og þeytispjald við vélina um tíma. Gonsi öskrandi út um gluggann, málið leystist og við ýttum frá hliði kl. 10.59. Í loftið brunuðum við, framundan frábær ferð, strákarnir okkar - lögðu sig í líma við að lenda á tíma í Líma -.
Þjónusta dagsins: fordrykkur, snittur. Kavíar, kampavín og Reykavodka. Hádegismatur og alles.
Þegar strákarnir sögðu okkur að það væri 1.40 eftir héldum við að það væru 3 tímar eftir. Lentum í Lima sæl og glöð 16.20, komin á hótel 20.00, "D- briefing" tekin á barnum, borðum á frábærum stað sem heitir Huaca Pucllana við fornminjar frá 4.-5. öld. Framundan létt kynnisferð um Lima.
Hastalavista,
The Globetrotters
Bloggar | Breytt 10.2.2008 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 16:30
Eldskírn að baki
Dagur 1
Tókum við vélinni af MAS (með öðrum orðum áhöfn #1). Þeim lá svo á heim að þau lentu 50 mín á undan áætlun.
Mættum tárvotum-grábólgnum farþegum þeirra "9ww1 til hamingju með frábæra vinnu".
Nóg að gera á leiðinni, aðlagast og finna tonicið ;;;;;;;;;;;;:)
Erum á leið í fyrstu ferðalúðaferðina með fararstjóra. Ekki slegið slöku við að leika túrhest!
Ástarkveðjur til allra heima, haldið áfram að moka snjó og búið til snjókarla fyrir okkur.
The Globetrotters
Bloggar | Breytt 8.2.2008 kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2008 | 22:08
Countdown...
Jæja, þá fer nú heldur betur að styttast. Á morgun kl 13.00 leggjum við í hann og erum við að springa úr spenningi. Við tökum við vélinni TF-FIA og 44 farþegum úr höndum einstakrar áhafnar sem hefur leitt ferð nr 1 hringinn í kringum hnöttinn síðan 13.jan sl. Við munum skila "þeirra" farþegum heim til New York á morgun en ferjufljúgum síðan til Miami í beinu framhaldi af því hvaðan sem við hefjum okkar ferð.
þar til síðar,
the Globetrotters!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.1.2008 | 21:20
Ferðin hefst þann 6. febrúar 2008
Bloggar | Breytt 7.2.2008 kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar