25.2.2008 | 18:40
Siam Reap-Myanmar-Jodhpur-Jaipur


Bloggar | Breytt 26.2.2008 kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 04:37
Siam Reap dagur 2
Á meðan ,,strákarnir okkar flatmöguðu við laugina og slöppuðu af fórum við stelpurnar í tuk-tuk inn að þorpinu fljótandi sem heitir einfaldlega The floating village. Það stendur á bökkum Tonle Sap vatnsins rétt fyrir sunnan Siam Reap. Fararstjórar og aðrir höfðu dregið úr okkur að fara þangað sökum þurrka og vatnsleysis en raunin varð önnur. Í þorpinu búa innfæddir ásamt Víetnömum og stunda þar verslun með vörur sínar. Sem við skröltum eftir rykugum veginum í átt til bakka árinnar sem rennur að vatninu fórum við framhjá óteljandi kofaskriflum byggðum á stultum því þarna hækkar vatnsborðið um fleiri metra nokkrum sinnum á ári svo er þá ekki bara best að búa í bát??? Í drullubrúnu vatninu stóðu fiskimenn og köstuðu netum sínum, konur þvoðu potta og pönnur meðan aðrir gengu örna sinna útí vatnið í næsta bát
brrrrr
. Þetta var hreint ótrúleg sjón. En fólkið var vingjarnlegt, leyfði okkur að ganga í bæinn og skoða kofana þeirra og taka myndir. Á leiðinni til baka upp ána tókum við uppí tvö lítil börn, 9 og 11 ára gömul systkin sem voru á leið í skólann sem að sjálfsögðu voru fljótandi skólastofur bundnar við bakkann. Við kíktum þangað líka og sögðum börnunum hvaðan við værum og sýndum þeim Ísland á hnattlíkani. Þau vissu nú greinilega ekki mikið um legu Íslands en heilsuðu og kvöddu okkur hressilega með því að hrópa kveðjur á kmer öll saman í kór. Engin agavandamál á þeim bænum.
Eftir þessa ævintýralegu skoðunarferð dóluðum við okkur heim á hótel og tókum út hvíld við laugina, allir nema Anna Dís sem skellti sér í loftbelg og fékk tækifæri til að mynda Angkor Wat frá allt öðru sjónarhorni en við hin :-) og svo skelltum við okkur öll í nudd. Nærri má geta að eftir dvöl okkar í Siam Reap liggi samanlagt á þriðja tug nuddtíma á hinum ýmsu nuddstofum í grennd við hótelið. Þeir eru bestu nuddarar í heimi! Borðuðum á frægasta veitingastaðnum á Pub street, Red piano, þar sem kokteillinn Tomb Raider selst eins og heitar lummur enda uppáhald verðandi tvíburamömmunnar og leikkonunnar Angelinu Jolie. Tókum síðasta nuddtímann fyrir svefninn, þurfum að vakna kl 04.00. Good night, under the moonlight and don´t let the bedbugs bite!!
Bloggar | Breytt 25.2.2008 kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2008 | 04:29
Dagur í Siam Reap


Bloggar | Breytt 13.4.2008 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 15:20
Sydney dagur 2

Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 15:18
Dagur í Sydney

Bloggar | Breytt 27.4.2008 kl. 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2008 | 23:46
Apia - Sydney

Bloggar | Breytt 20.3.2008 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2008 | 07:42
Dagur á Samoa

Bloggar | Breytt 18.2.2008 kl. 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 09:09
IPC - Apia, Samoa


Bloggar | Breytt 20.3.2008 kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 03:22
TE PITO O TE HENUA - nafli alheimsins
Eftir ferskan og fínan morgunverð skelltum við okkur í túristaleik með Páskeyja-Beatrice sem leiddi okkur í allan sannleika um sögu eyjunnar á miður góðri ensku svo greyið var vart skiljanleg. En við skutum inn í og leiðréttum hana þar til hún var farin að tala bara við Björgu á spænsku og svo túlkaði Björg fyrir okkur. Páskaeyja var fyrst uppgötvuð af Pólynesum árið 318 e.Kr. nánar tiltekið af Henua Maka sem dreymdi draum um eyjuna og flutti hingað og hafði með sér hirð manna ásamt hænsnum, rollum og bananatrjám. Frægasta einkenni eyjunnar, MOAI stytturnar sjálfar, voru hoggnar út úr bergi eldfjallsins Ranu Raraku og reistar á gröfum höfðingja ættbálkanna sem talið er að hafi verið um tólf talsins. Viðkomandi stytta var síðan verndari þess þorps sem höfðinginn var frá . Virðing og stolt ættbálksins var mæld í MOAI styttunum og var það hin mesta niðurlæging ef stytta var felld á andlitið. Hið forna tungumál innfæddra, RONGORONGO, var myndletur sem þeir hjuggu út í viðar- og steinplötur og finnast á söfnum víða um heim en aðeins eru tvær plötur til hér á eynni. Það var svo um 1300 er eyjaskeggjar kollvörpuðu trúnni og innleiddu trú á guði í dýraríkinu t.d. fugla o.fl. Þar á meðal var guðinn MAGI MAGI (okkar Maggi hefur því fengið nýtt nafn!). Það voru víst fleiri en Þorgeir okkar ljósvetningagoði sem skellti sér undir feld og lét heila þjóð skipta um trú! Til gamans má geta þess að stjórnvöld í Chile neita að breyta klukkunni hér á eynni svo hér er sólbaðsveður fram yfir kvöldmat og ekki orðið almennilega bjart á morgana fyrr en um kl 09.00. Við höfum líka tekið eftir ótrúlega fallegum stjörnuhimninum eftir að dimma tekur sem gersamlega skilur mann eftir lamaðan enda ljósmengun engin.
Um hádegisbil var okkur síðan sleppt lausum með farþegunum 47 á Anakena ströndinni þar sem A&K bauð okkur í lunch og við fengum tækifæri til að kynnast farþegunum ögn betur. Þeir eru strax farnir að tala um okkur og flugvélina sem eina fasta punktinn í tilveru þeirra, staðinn sem færir þeim öryggistilfinningu. Á meðan á hádegisverðinum stóð læddust að tjaldinu fáklæddir eggjandi páskaeggjaleggjasteggir og sólbrúnar súkkulaðimeyjar sem undir tælandi trumbuslætti og skrækum Kyrrahafsgítar sveifluðu mjöðmunum eins og þeim einum er lagið. Þau dönsuðu og sungu fyrir okkur og var stolt þeirra fyrir eyjunni og sögunni næstum áþreifanlegt. Björgu var boðið upp í dans af þremur guðdómlegum líkömum og sló hún gersamlega í gegn eins og í Hollý á discoárunum í den. Okkur langar að flytja hingað! ps. Jóa var líka boðið upp, hann hafnaði fyrstu tveimur en lét síðan til leiðast :-) pps. sökum lítils nethraða í Kyrrahafinu verður næsta myndaalbúm sett inn í down under hjá Crocodile Dundee. A&K pax screaming:,,O my God! It´s the crew! In their civil !"
Tónlist | Breytt 6.3.2008 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2008 | 00:45
Lima - IPC (Páskaeyja)
Pick-up var á slaginu 08.00, því við vildum ekki lenda í morgunumferðinni sem er víst skæð þarna á götum Lima. Farþegana okkar fengum við svo beint úr innanlandsflugi frá Cusco en þeir fóru að hinni týndu Inkaborg Macchu Pichu sem er uppi í fjöllunum og of langt í burtu til að við hefðum getað farið þangað sjálf. Reyndar móðguðumst við nú pinku pons að þau skyldu ekki hafa notað okkar 757-u til að skutlast upp í fjöllin, við á okkar eigin einkaþotu!!! Hnusssss
En flugið til Páskaeyju gekk vel, allir sáttir, saddir og sælir og var lounge-inn vel nýttur til spjalls og spilamennsku.
Jói L.:,,Þarna er eyjan strákar!"
Gonsi:,,Einmitt! Ég sá hana fyrst!"
Tékkuðum okkur inn á hótel Hangaroa sem heitir eftir höfuðborg eyjunnar, því þar er annað hvort að HANGA eða RÓA - takk Dillý fyrir útskýringuna - og skelltum okkur út að borða hér niðri við sjóinn. NEMA HVAÐ! Á næsta borði við okkur sátu fjórir kvikmyndagerðarmenn, 3 frá Tahiti og einn frá París, og eftir mínútulangt spjall kom í ljós að þeir höfðu kvikmyndað og ljósmyndað flugvélina okkar fínu á útsýnisflugi okkar yfir eyjuna sem by the way vakti gífurlega hrifningu farþeganna okkar. Þeir ætla að senda okkur efnið liggaliggalái..
Gonsi við matarborðið:,,Reyndu að taka sjálfstæða ákvörðun eins og við Siggi tókum saman!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar