Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Komin heim í heiðadalinn!!!!
Velkomin heim elskurnar, gangi ykkur vel að lenda!!! kv. Vilborg
Vilborg (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 3. mars 2008
HALLI OG CO
JÆJA ÞA ER ÞETTA AÐ VERÐA BÚIÐ OG ÞIÐ ORÐINN ÖRUGLEGA PÍNU ÞREYTT EN ÁNÆGÐ MEÐ ÞESSA FRÁBÆRU FERÐ GAMAN AÐ SJÁ HVAÐ ÞIÐ HAFIÐ VERIÐ GLÖÐ OG KÁT OG HAFT GAMAN AF ÞESSU, EN SJÁUMST ÞÁ BARA HRESS OG KÁT Á MORGUN ÞEGAR ÞIÐ LENDIÐ KV EDDA
Edda Ottósdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. mars 2008
Inga Rún og öll áhöfnin
Mig langar til að þakka kærlega fyrir mjög skemmtilega ferð með ykkur um heiminn. Pistlahöfundar og umsjónafólk albúms eiga heiður skilinn fyrir skínandi störf. Ætli maður leggist í Afríkuferðina eftir þessa. Gangi ykkur vel á heimleiðinni. Hlakka mjög til að sjá þig,Róa mín, Góða ferðog ykkur öll. M Jófý
Jófý (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 1. mars 2008
Sigga Toll & resten af besætningen
Det er skønt at se at i har haft en skøn tur, tak for de pragtfulde rejsebeskrivelser. Jeg sender Herdís til Egypten i næste uge så hun kam få styr på de unger der nede. K. h. Kai
Kai Storgaard, fös. 29. feb. 2008
Halli og co
hæhæ já það er föstudagur og okkur árna má var boðið i mat hinumeginn ja pizza og rauðvín alldeilis flott en njótið ykkar síðasta spölinnnnnnnn og passið þið ykkur á úlvöldununummmmm kv Edda og co
EDDA OG CO (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. feb. 2008
Odddddöllllllsömul.......
Njótið síðustu augnablikanna..... Oddur minn, einn greiði hér, farðu til Timjan og knúsaðu þá frá mér. Líka þau hin sem voru í minni ferð... Já og líka þau hin sem eru í þinni ferð.... Já og líka þau sem eru í þinni crew.... Til hamingju með túrinn.... Knús og sjáumst. Berglind.... ps. gleymdirðu nokkuð að kaupa lúpínufræin í Jórdaníu....?
Áhöfn FI-1450, fös. 29. feb. 2008
Hæ Halli vinur
Sæll Halli minn hér er allt gott að frétta nema veðrið er ekki gott snjór og aftur snjór ég mundi bara slappa af og reyna að hanga lengur í þessari ferð hahahaha . En öllu gríni slept þá tek ég á móti þér eins og sá sem kvaddi ykkur í byrjun , hlakka til að sjá ykkur og eins venjuleg bið að heilsa ollum í áhöfn TF-FIA sérstaklega stelpunum kv þinn vinur Jón Kr
007 (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. feb. 2008
Halli og co
Höfum verið að fylgjast með ykkur þið verðið að undirbúa ykkur fyrir kuldan með því að versla nokkra pelsa til að viðhalda hitastiginu þarn og hér sjáumst hress á Sunnudaginn kv. lágmói 12
Lágmói 12 (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. feb. 2008
Halli pabbi :)
Hæ Hæ pabbi :) ég er að fara að keppa tvo bikarleiki um helgina á selfossi og svo gisti ég uppí bústað með sigrúnu :) en já ég get ekki beðið eftir að sjá þig , örugglega bara kolsvartur ! en ká hafið þið það gott í þessa tvo daga sem eftir eru . kveðja eva rós;*
Eva Rós :) (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. feb. 2008
Halli og co
jæja þá er þetta ævintíri brátt á enda búið að vera mjögaman hjá ykkur og gott að geta filgst með ykkur um allanheim á meðan við erum að moka snjó en hafið þið það gott og passið ykkur á bílonum kv Edda
Edda og co (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 29. feb. 2008
Hæ öll
Hæ hæ takk fyrir frábærar myndir og skemmtilegar frásagnir eruð rosalega flott í öllum búningunum styttist í heimferð hjá ykkur svo gaman að fylgjast með ykkur:) hafið það sem allra best knús og kossar Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. feb. 2008
Oddný mín.
Geturðu reynt að komast að því hver skúrar gagngstéttirnar þarna í Múskat, veitir ekkert af því að fá vana menn í þetta verkefni hingað til Reykjavíkur. Annars sakna ég þín og bíð ægilega spennt eftir að fá þig heim til okkar stórfjölskyldunnar. Börn, fullorðnir og hestar sakna þín. Þín systir, Steinunn.
Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. feb. 2008
Halli
hæ elskan var að koma úr vinnu það er allt á kafi í snjó erla dögg er floginn út og eg árni már og eva ros erum heima í kotinu það er leikir á selfossi á laugardag og sunnud hjá stelponum Á selfossi en stelpuna i vinnuni bíða spentar eftir að þú kennir þeim magadans og sitthvað fleirrrrrrrra úr ferðinni og þær eru lika spentar fyrir uppskriftum af kokteilum en hafið þið það sem allrabest hlakka til að sjá ykkur kv Edda
EDDA OG CO (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. feb. 2008
Sigga Toll
Sæl ástin mím. Og þið öll. Við erum farin að sakna þíl. Allt gott að frétta úr Garðabænum. Nema veðrið. Þetta verða mikil viðbrigði fyrir ykkur að koma heim úr hitanum. Spáir kulda áfram í næstu viku. Ég gæfi mikið fyrir Íslenska rigningu 5°hita. Hlökkum til að fá þig heim. Ástarkveðja: Viðar Óli og Björk ps. Mínir starfsfélagar biðja líka allir að heilsa. Margir þeirra hafa verið að fylgjast með ævintýrum ykkur.
Viðar Magnússon (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 28. feb. 2008
Björg
Hellú... Sé að hjá ykkur er stanslaust stuð og gaman... Sunna talar mikið um ammí sín og vill fá þig heim... Nýji bíllinn er æði, svaka stolt:) Vona að þú hafir keypt fullt af gossi handa okkur HLB, ABA OG SHB... Sammála HLB um laugar, erum þar dag og nótt, enda skal ég vera orðin bikiniíhæf í sumar:) Hlakka til að fá þig heim. Kv. ABA og Sunna Björg ömmumús:) Vo
Arna Björg (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. feb. 2008
frú björg...
hæ hæ ......vildi bara segja njóttu síðustu "metrana" áður en þú kemur hingað í frost7snjó7vind/rigningu/storm........hlökkum til að fá þig heim...gætir reyndar þurft að koma í Laugar til að hitta dætur þínar þar sem að við systur höfum fært lögheimili okkar þangað..... knús....hlb
halldóra Lísa Bjargardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. feb. 2008
Sigga Toll
HÆ Sigga, nú fer að styttast í að þið komið heim, rosalega verður gaman að sjá þig aftur og allt sem þú hefur keypt. Þetta hefur verið meiriháttar ferð hjá ykkur, mikið skoðað og upplifað. Sjáumst hressar eftir nokkra daga, þangað til, bæjó.
Tollý (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. feb. 2008
Halli
GÓÐAN DAG ELSKAN HÉÐAN ER NÚ ALLT GOTT AÐ FRÉTTA SNJÓ SNÓR OG PÍNU MEIRI SNJÓR EN ÞAÐ SEM EG ER MEÐ SKÚLA Á BRAUTINNI ÞA KEMST MAÐUR ALLT EN HAFIÐ ÞIÐ ÞAÐ GOTT HLAKKA TIL AÐ SJÁ ÞIG KV EDDA
EDDA (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. feb. 2008
Síðustu metrarnir
Jæja elskurnar, Þá eruð þið komin á síðustu metrana, ótrúlegt hvað tvær heimsreisur eru fljótar að líða. Sýnir manni hvað það er mikilvægt að njóta augnabliksins, eins og sést á myndunum að þið eruð að gera! Njótið Petru, verið dugleg að prútta!!! Ekki gleyma skartgripabúðinni í súkkinu í Cairo, fixed price og ekkert áreiti. Ef að bell-boyinn í Cairo segist eiga afmæli, þá er hann að skrökva, hann átti líka afmæli þegar að við vorum þar. Enjoy life. knús Vilborg
Vilborg (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
Anna Dís
Nú er farið að styttast í endurkomu ykkar. Það hefur verið gaman að fylgjast með en gott að þetta sé búið í bili. Framundan bara Osló - Stokkhólmur og aðrar dagsferðir. Vonast til að hitta þig í nokkrar klukkustundir áður en ég fer til Jakarta. Þarf að kenna þér á nýju þvottavélina og þurrkarann (þú mannst að hún Lucia hætti og nú þarf maður að þrífa og þvo sjálfur). Þá ætlaði ég að fá Makkann þinn lánaðann, þetta PC drasl hérna í vinnunni virkar sjaldan. Veit ekki nákvæmlega hvað er að gerast í þessu Indónesíu máli, en fyrst þeir eru farnir að senda rannsóknarmann, geri ég ráð fyrir að vandamálin einskorist ekki bara við borgarstjórn. Hugsanlega þarf að finna "gullið" áður en hægt er að moka því í vasann. Bestu kveðjur og góða ferð heim. Kv. Gretar
Gretar Ívarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
Áslaug Jóhannsdóttir
Elsku Jói Þetta fer nú að verða gott. Ferðu ekki bráðum að koma heim - það sakna þín allir. Allir í sófanum á Neshaga og fleiri til
Áslaug Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
Gaman gaman
Frábærar myndir og skemmtilegar sögur með miklum fróðleik í blogginu. Greinilegt á öllu að þið hafið gleðina með allstaðar enda ekki við öðru að búast. Hér er enn frost og snjór!!!! En allir kátir. Góða ferð það sem eftir er og góða heimkomu.Kveðjur Guðrún Georgsd.gge
Guðrún Georgsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
Inga Rún og áhöfn
Hæ hæ gaman að fylgjast með ykkur og njótið ykkar þessa síðustu daga ferðarinnar segi eins og Berglind VEIT AÐ ÞETTA ER BARA GAMAN:)knús og kossar héðan úr snjónum Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
Halli
Góðan dag það voru allir svo ánægðir hvað þú varst yndislegur við mig á konudaginn svo að þú slóst allveg í gegn . það biðja allir að heilsa skvísunar í Casa líka erum að fylgjast með ykkur kv Edda
Edda og co (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
Halli
Alltaf jafn skemmtilegt að fylgjast með ferðinni hjá ykkur Þetta er ekkert smá ævintýri að fá að upplifa. Góða skemmtun það sem eftir er og hlakka til að fá að heyra ferðasöguna beint í æð. Sibba og Stefán
Sigurbjörg (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
Kveðja frá Malasíu
Elsku Björg og Sigga Toll Fylgist með ykkur daglega héðan frá Kuala Lumpur og dauðöfunda ykkur á þessari ævintýraferð enda ekki laus við flugbakteríuna enn eftir öll þessi ár. Takk fyrir þetta skemmtilega blogg og allar frábæru myndirnar. Haldið áfram að hafa það skemmtilegt og góða ferð heim. Big kiss xxxx Ásta Birna Hauksd
Asta Birna Hauksdottir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
mamma
æjj var búin að skrifa heilan helling en fattaði svo að það skipti engu máli:/ Anna Hjördís ath. mamma er Anna Dís
annah (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 26. feb. 2008
...Ich schön wieder.....
...gleymdi að nefna það.... það eru fullt af myndum komin til viðbótar á bloggið okkar í ahöfn 1... Berglind
Áhöfn FI-1450, mán. 25. feb. 2008
Jæja börnin góð......og Oddur hinn víðförli kannski bara líka....!!!
Sendi ykkur góða strauma í fjörið ykkar....veit að þetta er BARA gaman...... Oddný, nennirðu að kaupa 59kg af lúpínu fræjum í Jórdaníu...eru á svo góðu verði þar..... Knús og kossar Berglind
Áhöfn FI-1450, mán. 25. feb. 2008
Björg frænka
Hæ elsku Björg, Gaman að fá að fylgjast með og ferðast með ykkur. Allt gott að frétta af okkur hér á syðsta odda Kær kveðja til allra í áhöfninni. Ruth og co
Ruth Gylfadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
Lapas sys
erum hætt við hundinn. Sá ekki fram á að ráða við þetta með mann sem er aldrei heima :(
María Lapas (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
Halli
Maður er orðinn eins og grár köttur á síðunni ykkur, alltaf að kíkja eftir fréttum. Mikið hlýtur þetta að vera búin að vera skemmtileg ferð og mikið sem þið hafið upplifað, hlakka til að fá að heyra meira þegar þú kemur heim. Krakkarnir ætla að skella sér til Boston um helgina, vonum að það gangi vel fyrir sig. Annars eru engar sérstakar fréttir, nema þú misstir víst af svaka geimi hjá Perlufólkinu um helgina...... Sjáumst karlinn, hress og kát. Kveðja Linda
Linda Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
Halli
Hæhæ takk fyrir kortið og flott mynd á því, gaman að fá sent svona kort hinu megin af hnettinum. En þið hafið rétt misst af því það að skipin Queen Victoria og Queen Elisabeth hittust í höfninnu við óperuhúsið og voru margir að fylgjast með því, það var á forsíðu fréttablaðsins í dag. Kv. Erla og Arni
Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
Halli
Góðan dag elskan fór á skagan í gær kom við á Hjarðarholti og fengum kaffi hjá mömmu þinni Kalli þór og Íris voru á Reyðarf og báðu að heilsa en annas er allt í góðu allir sprækir að vanda Eva Rós verður að keppa í bikark á laugard væntanlega með 10 flokk á Selfossi og Erla Dögg fer á fimmtud til Boston gistir hjá Jón Oddi og kemur heim sennilega á mánudagsm svo að þau Birkir geta eitthvað hitt hann en hlakka til að þú komir heim til að hafa lamb og bernes hahahaha kv Edda
Edda (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 25. feb. 2008
Halli minn
Takk innilega fyrir þennan rosalega flotta mann sem kom með þessar rosalegu flottu rósir og góða komfekti þú ert algjös snillingur að muna svona eftir KONUDRGINUM ég vissi að þú mundir ekki klikka hahahhahaha en hafið þið það gott kv Edda ps stelpan hans jg og siggu er nemd Guðrún Inga
Edda (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Sigurður Jónss.
Hææ (: var að keppa í gær og í dag og við unnum báða leikina í gær og töpuðum í dag á móti Víking :( en síðan KÆRÐUM við Víking :) af því að það er ólöglegt að taka b-liðs mann upp í a-lið. þannig við unnum þær síðan unnum við HK. Lentum í 1.sæti og komumst upp úr annari í fyrstu deild ;) loksins komnar með gullmedalíu .. en hlakka til að sjá þig :) ... elska þig að eilífu .:) Kær Kveðja Rakel Sigurðardóttir....
Rakel Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Til sigga sem notar ekki sólgleraugu
Pabbi ég vann alla leikina í dag é g skoraði 4 mörk og lagði 2 mörk. ég fór með lellu og halla á vinaleikinn og skemmti mér alveg rosalega mikið. kv. Jón Arnar
jon arnar (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
M(bj)
hæ hæ. Gaman að heyra í þér í gær...skil ekkert í ykkur að hafa ekki tekið ein rúnt á vaskafatinu...virkar mjög öruggur ferðamáti....var með aba og Sunnu B (eða Nunnu eins og hún kýs að kalla sig.) litli strumpur er alltaf jafn hress og yndisleg.. Hafið það gott og haldið áfram að skemmta ykkur svona vel.. kossar og knús HLB
halldóra Lísa Bjargardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Björg Jónasar og co
Gaman að myndunum frá Kambodíu, þið hafið ekki prófað að sigla um í vaskafati? En þetta er greinilega mikið ævintýri, njóttu þess og sjáumst bráðum. Sakna þín, Íris Sig.
íris sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Halli og co
Góðan og blessaðn dag eg vei eð þið eruð kominn langt á undan okkur í tímatalinu svo að þið verðið mikklu fyrr gömul en við hahaha en héðan er allt gott snjór og sól er að skjótast upp á skaga að sjá nýju prinsusuna þeirra jóns guðmundar og siggu hún var 14 merkur, 50cm en hafið þið það rosalega gott kv EDDA OG CO
Edda Ottósdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Sigga Toll
Sæl Sigga og hinir. Gaman að fylgjast með þessari ævintýraferð. Þvílíkt tækifæri og upplifun. Söknuðum þín í saltfiskveislu hjá Möggu og Heimi í gær enda hálf hallærislegt að sjá "dömuna" hans Kidda við hliðina á Viðari ;o). Þetta verður endurtekið þegar þú ert komin heim. Njótið ferðarinnar. Elín og Baldvin
Elín (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Halli
Hæ gaman að fylgjast með myndunum af ferðinni þetta er meira æfintýrið sem þið eruð í það var SSÍ þing í dag og ég fór ekki. Við í Mosó biðjum að heilsa og góða skemmtun. Kveðja Guðrún
Guðrún (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008
Sigga Toll
Sigga du har verdens dejligste mand og han savner dig MEGET, Herdís, Viðar og jeg blev inviteret hjem til Konráð og Elin til middag i går aftes, det var meget hyggeligt, vi sørgede for at Viðar kom goth hjem, I dag har Viðar været hjemme hos os og sat hylder op. Nu kan Herdís snart holde sit "damekoktialparty". Ha' det rigtigt godt og nyd turen, næste år kommer du og besøger os i Malaysia. Kærlig hilsen Herdís & Kai
Kai (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008
Halli súkkulaði sósa
Hæ, lenti í matarboði í Mosó, voða gott. Árni Már eldaði rosa góðan wok rétt :) og sigga var komin uppá fæðingardeild, svo það fer eitthvað að gerast. kv Edda og Erla
Edda (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008
Halli okkar
Takk fyrir sms í morgun, gaman að heyra að allt gengur vel fyrir sig í ferðinni. Hér er allt við það sama, alveg að verða komið nóg af snjónum, allir hressir og kátir. Hér var verið að flaka 10 kg af ýsu í fiskibollurnar okkar Halli, við eigum verk fyrir höndum þegar þú kemur heim. Hlökkum til að sjá þig. Kv. Linda og Nonni
Linda Gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008
pabbi - palli
hæ pabbi þetta er palli hvað eru margir dagar þángað til þú kemur ? ég var að koma úr afmælinu hans viktori kára hvernig er veðrið hjá þér hjá okkur er snjór
palli (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008
maggi super pabbi
Arsenal - AC milan fór 0-0. búið.
jakob (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008
Halli
Þú tókst þig vel út með svínunum pabbi, rosa hreinlegt og fínt þarna eða þannig. Vona bara að þú verðir ekki kominn með allt öðruvísi "matseðil" þegar þú kemur heim...heheh :) Erla Dögg
Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008
Halli súkkulaði
JÆJA ELSKU HALLI EG SÉ AÐ ÞAÐ ER MIKIÐ AÐ GERA VONA AÐ ÞÚ KOMIR ÚTKVÍLDUR HEIM HAHA EN HAFIÐ ÞIÐ ÞAÐ GOTT KV EDDA
EDDA (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 23. feb. 2008
Halli súkkilaði kleinuhringur haha
Hæ hæ þá er föstudagskv og maður er búinn að elda baka þrífa og fara út með hundana svo endar maður á að senda kallinum smá glósur en héðan er nú allt gott að frétta eg fór ekki á sundþ er að vinna svona er lífið maður getur ekki verið alltaf allstaðar en hafið þið það gott á indlandi Halli þú radar búinn að vera þarna bið að heilas öllum Kv Edda
Edda Ottósdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. feb. 2008
Sigga Toll
Hæ hæ Sigga mín og áhöfn. Þetta er greinilega meiriháttar ævintýraferð hjá ykkur. Gaman að fylgjast með úr fjarska. Maður bíður alltaf spenntur á hverjum degi að sjá nýjar myndir og lesa um ævintýri ykkar á framandi slóðum. Er nú samt farin að sakna þín ógurlega mikið hér á klakanum og telja niður. Bestu kveðjur Magga systir
Margrét Ó. Thorlacius (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. feb. 2008
Halli súkkulaðu snúður
jæja þá er kominn föstudagur og tími til kominn að fara að hrista sér kokteil hahha en hafið þið þsð gott kv Edda
Edda Ottósd (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. feb. 2008
Sigga og Ása!
Hæ skvísur, þið rosa flott í búningunum, takið ykkur ótrúlega vel út. Frábært blogg hjá ykkur og flottar myndir hver sem á heiður skilið fyrir það. Rosa gaman að fylgjast með. Stórt knús, Hófí!
Hólmfríður Karlsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Björg og allir hinir í áhöfninni
Það bara æðislegt að fylgjast með ferðinni ykkar og heldur bara lífi í okkur hér á skerinu að fá að vera með ykkur í huganum. Gangi ykkur áfram svona vel og bestu kveðjur frá okkur hér á Strandveginum. Pálína ps. það snjóar akkurat núna
Pálína Kristinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Sigga Toll og allir
Héðan er allt gott að frétta, fórum með Björk í Bláa Lónið á sunnudaginn, geeeegjað fjör. Veðrið er aðeins betra, byrjum að byggja á morgun, jeeeei, loksins. Flottar myndir, gaman að fylgjast með og skemmtilega skrifað! Kveðja og kossar Tollý
Þórdís Thorlacius (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Enjoy Camodia
Hæ elskurnar, Ekki gleyma því að þið eigið skilið að láta dekra við ykkur, mæli með nuddinu á hótelinu, fótanuddið er meiriháttar!!!! Mæli líka með indverska staðnum, Kama Sutra, betri indverskur matur en á Indlandi. Munið að maður getur alltaf á sig mussum bætt, the old market stendur fyrir sínu! Njótið þess að tékka inn á yndislegu hótelherbergin ykkar á Indlandi. Leiðsögumaðurinn sem að við fengum á Indlandi, alveg frábær, fór með okkur í lunch á mjög skemmtilegan stað, gleymdi að skrifa það í bréfið til Siggu. Munið að skála fyrir MAS á hótelbarnum. Knús Vilborg
Vilborg (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Halli súkkulaði kleina
Jæja eg verð nú að láta i mér heyra, en eins og vanalega, það er allt gott héðan að frétta allir í góðu standi og komnir i viðbragðsstöðu með kokteilana í löngum bunum þegar þú kemur heim, en láttu þer líða vel þangað til hahaha og njóttu þess . þín Edda;*
Edda (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Hæhæ Halli :)
Pabbi minn, gaman að heyra að þið skemmtið ykkur vel. Það eru alveg brjálað erfiðar æfingar núna, svo maður er alveg uppgefinn á kvöldin en í staðinn fáum við frí á laugardag :) svo ég ætla að reyna að nýta helgina vel til að læra fyrir prófið. Njóttu lífsins og vinnunnar..hehe :) Erla Dögg
Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
til sigga sem er besti pabbi i heimi
Hæ elsku pabbi minn eg sakna þin alveg rosalega mikið. ég er að fara á vinaleik í Fifuni á sunnudaginn.ég vona að þú skemmtir þér þarna úti í heiminum.Nú eru bara 10 dagar þangað til ég sé þig . kv. Jón Arnar
jon arnar (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Hæ pabbi :)
Gott að thú hefur það gott pabbi minn :) Eg var í viðtali í kvikmyndaskólanum og það gekk rosalega vel! Love you. Kristín Bára.
Kristín Bára Haraldsdóttir. (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Halli sykurpúði :)
Hææ elsku pabbi minn :) sakna þín endalaust mikið , erum búin að vera rosa dugleg við það að skoða myndirnar og fylgjast með síðunni og við sáum að þið fóruð í hjólatúr og það var örugglega einhvað sem þú vasst að fýla þig í haha:) en heyrðu svo var ég að keppa um daginn tvo bikarleiki og við unnum báða :) og svo eru úrslitin í bikarnum helgina sem þið komið heim og þau eru a selfossi :) haltu áfram að vera svona duglegur , halkka til að sjá þig ;* Kær kveðja þín eva rós :)
Eva Rós (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Sigga Babe
Hæ elskan mikið að gerast her með hvolpana. thað er greinilegt aðþað sé gaman hjá ykkur. þetta er allveg truflað hjá ykkur hlakka samt til að fá þig heim. Það er loksins ágætt veður her og árshátið FG í kvöld. Spennandi Bið að heilsa Ykkur öllum kv. þóra hvolpa mamma
Þóra Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Anna Dís
Hæ Bíðum eftir uppfærslu á myndaalbúmi og ferðasögu. Síðast sást til ykkar í Sidney, en fréttir hafa borist af ykkur í loftbelg yfir Kambódíu og framundan er svo Búrma og síðan Indland. Allt gengur vel heima, dóttir þín fær 10 í öllum prófum, sérstaklega raungreinum, en nær sér ekki á strik í dönsku (vantar trúlega bjórinn með kennslunni). Strákarnir sjást bara þegar eitthvað er að borða. Helsta vandamálið hérna heima er að pabbi er alltaf að láta opna einhverjar fótboltarásir og lætur senda reikningana til okkar. Ég hef staðfastlega neitað að greiða og bent þeim á að karlinn hafi verið dauður í tvö ár. Það virðist engin áhrif hafa, greinilega algeng afsökun, og er núna búið að loka fyrir allt sjónvarp hjá okkur. Vissulega er gott að vita af pabba horfandi á fótbolta þarna uppi (eða niðri?), en greinilega gengur illa hjá Símanum að innheimta áskriftargjöldin handan móðunnar miklu. Framundan hjá okkur er Goðamótið á Akureyri og við vonumst til að fá góða uppfærslu á ferðsögunni áður en farið er af stað. Kv. Gretar
Gretar Ívarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Mamma, Björg
Hæhæ... Alltaf gaman að skoða myndirnar og lifa sig smá inní ferðina:) Enda er maður að drepast úr öfundsýki, nú er það bara að safna fyrir eigin heimsreisu... Þú verður að lofa mér að fara í Angor Wat, ég myndi gefa hægri hendina (eða kannski frekar vinstri) til að fá að fara þangað:) Kv. Arna Björg og Sunna Björg
Arna Björg (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Halli og co
Góðan dag !!!!!!!! maður verður að fara herða sig i sólbaði hahahha en hafið þið það gott og farið þið mú varlega kv EDDA OG CO
Edda og Co (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Halli og co
Hæ Halli vinur. Kom við í Njardvik og viti menn Hekla stökk á mig og ég lék mér við hana en ég se´að hún er farinn að sakna þin mikið. Bara að senda smá skylaboð til strákana áfram Keflavík vorum að vinna KRRRRRRRRRRRR kv Jón Kr. Ps bið að heilsa stelpunum mínum.
Jón Kr. (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 21. feb. 2008
Elsku Ýja
Elsku systir, var loksins að skoða síðuna ykkar. Æðislegar myndir, ekki bjóða kallinum með hvítu strikin með þér í summó, vil ekki sjá hann. Frábær myndin af þér að blása í lúðurinn. Hvað ertu annars gömul? Hlakka til að fá þig heim, en njóttu ferðarinnar í ræmur þangað til. Þín siss, Steinunn.
Steinunn (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008
Aðvörun!
Sæl elskuleg! Velkomin til Cambodiu.Vildi bara vara ykkur við skoðanaferðum sem innfæddir vilja endilega bjóða ykkur upp á. Takið ykkur bara tuk-tuk og búið til ykkar eigin ferð, nema þið viljið endilega kasta 17oo$ út um glugann.Anna Dís veit hvort eð er örugglega meira um Angor Wat en leiðsögumaðurinn.Einnig mæli ég sérstaklega með fjallaferð á fílsbaki,mussukaupum á gamla markaðinum niðri í bæ "floating village",nuddi á hótelinu ,kvöldverði á Rauða píanóinu hennar Angelínu Jolie og.....Djö. öfunda ég ykkur að eiga þetta allt eftir! Svo bið ég kærlega að heilsa Tim &Jan. Bless í bili, Gunhildur.
Gunnhildur Úlfarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008
kveðja til Kambódíu
og Jayawaramans sjöunda ! Þið óheppin, misstuð af 99 króna deginum, eins og áhöfnin í 9ww1, svekkjandi.´: Súrsuð svínanýru, nýkreistur gráfíkjusafi, munnskol með skinnkubragði frá Dentópig og klósettpappír fyrir örvhenta. En það er ekki hægt að fá allt í lífinu ! Dillus
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008
Kalli frændi yngri
Sæll vertu Halli. Ég var að velta því fyrir mér, fyrst þú ert nú í Ástralíu, hvort þú gætir mögulega keypt fyrir mig eitt Didgeridoo? Það væri auðvitað æðislegt ef þú gætir það. Pabbi og mamma biðja að heilsa :) Kveðja Kalli
Karl Þ. Jóhannesson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008
Sigga Toll
Það er mjög gaman að skoða myndirnar og lesa ferðasöguna. Héðan er allt gott að frétta. kv. mammma og pabbi
oli toll (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008
elsku oddný okkar ...
hallo elsku oddný okkar- var að tala við láru gyðu og hún fékk afbrýðissemiskast að vera ekki með í kveðjunni til þín/ykkar- sem sagt - ástarkveðja frá láru gyðu -hún er byrjuð að safna ódýru"kampavíni fyrir HG-stofnfundinn okkar !!
gunnur stella (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008
hallo ótrúlega sæta fólk !
mikið svakalega er eitthvað "boring" hjá ykkur !!..eða þannig ..frábært að fylgjast með og skoða myndirnar - hérna á Íslandi er 28stiga hiti og ég rétt í þessu að blanda mér einn mohito- gott að kíkja inn í skuggann og kæla sig aðeins! það hefur greinilega verið valið í þessa ferð eftir útliti (svona miðað við myndirnar af ykkur)...og auðvitað dugnaði og allt það en ..hafið það sem skemmtilegast og reynið að borða aðeins,mér list ekkert á þessa innföllnu maga á myndunum - jæja -kominn tími á meiri sól í garðinum og vonandi verður þessi hitabylgja enn hér heima þegar þið komið í mars!kær kveðja ps.stofnfundur HARÐRA G... í mars Oddný mín -kær kveðja Gunnur Stella
Gunnur Stella Kristleifsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008
Halli vinur
Sæll Halli vinur. Hér er bara gott að frétta fór í golf á manudag og var það bara gott. Liverpool vann leik 2-0 á móti Inter í Meistaradeildinni en Chelse gerði bara jafntefli á útivelli. Það er greinilega gaman hjá ykkur í þessari ferð góðar myndir allir hressir hjá ykkur . Ég bið að heilsa öllum sérstaklega stelpunum og hafðu það gott sjáumst. kv þinn vinur Jón Kr. PS áfram Liverpool og Keflavík og ok líka Njarðvik
Jón Kr. Magnússon (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 20. feb. 2008
Halli og co
Jæja þá er logsins tími til að kíkja á hvað er að gerast í þessari Heimsreisu en eg sé að þetta gengur allt vel og allir eru sprækir , en guðsilof að það er megavika hjá dominos þvi að það er svo mikið að gera á svona stóru heimili hahahhaha en hlakka til að sjá mæstu myndir og hvað þið hafið verið að bralla skvísunar í Casa biðja náttúrulega að heilas ps Hekla voff biðura að heilas hún er óþekk ekki farinn að sofa eins og hinir en hafið þið það rosalega gott kv EDDA OG CO
Edda Ottósdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. feb. 2008
Ásan mín
Sæl elsku skvísan mín! Er búin að vera skoða myndir og get ekki séð að þetta sé nokkuð skemmtilegt ha, allavega ekki miðað við minn hasar heimavinnandi með barn á brjósti ein í úthverfi rassgatsbæjar....Muhaha!! Vona að það gangi allt vel hjá þér og crewinu og ekki ofreyna ykkur, ég er ekkkért abbó. Reyndar sit ég nú með strawberrys and champagne í annari og Gurry Matt í hinni. Gurry er að trappa sig niður efir heimsferðina hér í sveitasæluni í Asker. lov jú Harpa Húsmóðir P.s Gurry biður að heilsa og veit að lífið er erfitt í þessum leiguverkefnum but...........somebody has to do it! :)
Harpa Hauksdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. feb. 2008
Halli vinur !
Sæl Halli minn. Gaman að sjá myndirnir af því hvar þið hafið ferðast. Þetta er ábyggilega bæði stórkostlegt og ógleymanlegt.Allir á fullu í sundinu og lífið gengur sinn vanagang. Erum að fara að heiman um helgina og Perla fékk inni hjá vinkonu sinni Heklu.Hafðu það gott kæri vinur. Kv. Steindór, Heiðrún og dætur.
Steindór (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. feb. 2008
mamma
hææ mamma gaman að sjá eða lesa hvað þið eruð að gera þarna úti í heimi(: annars gengur bara ágætlega hérna heima. og einsog þú veist þá er ég að fara á Goðamótið á Föstudaginn og ég held að pabbi ætli að reyna að senda þér úrslitin;) Kv. Anna Hjördís (mamma= Anna Dís) ps. er ennþá að bíða eftir öllum þessum e-mailum :/
Anna Hjördís (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. feb. 2008
Björg
Héðan er allt gott að frétta, mikið að gerast og svaka stuð. Sunna Björg ömmumús er orðin svo stór og orðaforðinn alveg rosalegur... Soldill prakkari að brjótast fram í henni núna:) Bíllinn er frábær, takk fyrir lánið:) Sunna segir alltaf "ammí mín" þegar við setjumst í hann... Söknum þín pínu pons... Kv. Arna Björg og Sunna Björg ömmumús:)
Arna Björg Arnardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. feb. 2008
Anna Dís
Hæ Gaman að heyra reglulega í ykkur og nýju flugfreyjubúningarnir eru flottir. Ég er að fara með fullan bíl af stelpum upp á Nesjavelli og Hellisheiði í heilsdags lautarferð. Allt gott að frétta að heiman, nema hvað hún Lucia, ólöglegi innflytjandinn sem þrífur hjá okkur, er hætt. Þannig að óhreinindin hrúgast upp. Hún Lucia var víst búin að öngla saman laununum sem við greiddum henni og dreif sig í brjóstastækkunaraðgerð. Í beinu framhaldi af því náði hún í einhvern kall og er hætt að vinna úti. Ótrúlegt, ég vona að íslenskar konur taki nú ekki upp á svona vitleysu, þ.e. að hætta að vinna úti. Annars allt ljómandi. Kv. Gretar
Gretar Ívarsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. feb. 2008
Halli
Kveðja frá okkur í Lágmóanum. Það væri munur að fá eitthvað af þessu góða veðri hingað norður. Flottar myndir og skemmtilegt bloggið ykkar. Stelpurnar skilja ekkert í þessum myndasyrpum, Halli alltaf í flugvélinni?? Hvenær kemur hann?? Hvar er Hekla?? :) kveðja Brynja, Svanur og stelpurnar
Svanur (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008
Inga Run
Hae IR og co Sydneymyndirnar voru bara allra bestar. Verst hvad ykkur leidist. Erum komin til Burbank. Minna plass Hja AA en Icelandair ad madur tali ekki um hja Aog K. Haldid tid afram ad reyna ad drepa timann! Kv fra J B og Elvinu
Jofy (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008
söknuður.....
hæ Björg, má til með að láta þig vita af gullkorni gærdagsins frá Jóni Þorra. Þar sem við vorum á leið í bæinn úr Reykjaskógi, já hann fór með í helgarferðina þar sem enga pössun var að hafa, þá sagði þessi elska eitthvað á þá leið að "næst tökum við sko Björgu með". Nonni reyndi að útskýra fyrir honum hvar þú værir en hann ætlar þá bara að sækja þig!!!!! Góða ferð til Kambódíu, kveðjur til allra, Habbý.
Hrafnhildur Kjartansdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008
vitlaust að gera.....
hæhæ mamma(björg) ég minni á að kippa einum myndarlegum ástrala með þér eða senda með hraðpósti; ) Allt gott að frétta héðan.......er að selja klútana eins og brjálæðingur....hef ekki undan að sinna pöntunum: ) og sit langt fram eftir nótt að sauma......verður meira að segja ein eftir mig í næsta nýja lífi!!!!ekki amalegt það. sé að ég þarf ekkert að segja ykkur að skemmta ykkur vel...eruð allveg klárlega að gera það. knús hlb
halldóra lísa Bjargardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008
Kveðja úr Bítlabænum Keflavík
Sæll Halli vinur. Var að klára helgarvakt og gat ekki mætt á KR mótið en frétti að okkar var saknað á bakkanum. Ég sé að það þarf ekki að klæða sig í mörg föt þarna sem þið eruð annað en hér á klakanum. Er sammt að hugsa að fara í golf núna en hefði helst villjað vera í golfi þarna hjá þér í Sydney. Allir hressir hér en okkar krakkar voru þungir í KR mótinu enda í erfiðum æfingum. Bið að heylsa öllum þarna sérstaklega stelp ok kanki strák líka kv áfram KEFLAVIKKKKKKKKKKK J'on Kr
Jón Kr Magnússon (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008
Jóhanna mamma Jóa
Elsku jói minn! Gaman að sjá myndirnar úr ferðinni ykkar. Allt gott að frétta héðan, ég er í mínu vetrarfríi og sit við eldhúsborðið og skoða og lesa Kjarvalsbókina sem þið gáfuð mér og er alveg hugfangin, hvílíkur snillingur. Ég er að vonast eftir því að bjóða Andreu í kvöldmat og eiga stund með henni í vikunni. Ég býst við að bjóða henni upp á fisk. Þig er kannski farið að langa í soðna ýsu, kartöflur og seidd brauð með ásamt ísköldu íslensku vatni? Ég óska ykkur öllum alls hins besta í ferðalaginu og górðar heimkomu. Kveðja Mamma
Jóhanna Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008
Halli og co
Góðan dag Sydney eg sé að þið hafið í mörgu að snúast enda með besta hjólakappan með ykkur í för !!!!!!!!!! en það vantaði bara Heklu voff í hjóla tímið .Já héðan er eins og alltaf allt gott að frétta krakkanir fara í skólan og eg í vinnu svo að þetta hefur ekkert breist hérna ,en eg vona að þið hafið getað farið á óperu í þessu flotta húsi en hafið þið það sem allra best kv Edda og co
Edda Ottósdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 18. feb. 2008
Jæja þá Oddur minn.....!
Kæri Oddur Sívertsen....! Takk kærlega fyrir kveðjuna í skólastofunni!! Hvernig gekk krökkunum að bera nafnið fram? Þessa nafnavisku hafa krakkarnir líklega farið með heim úr skólanum til foreldra sinna sem finnst líklega tilvalið að nota þetta nýja tískunafn á gæludýrin sín....þið vitið jú ekki satt hver eru aðalgæludýr Samoabúa.... Það eru jú SVÍN.....!!! Ganga laus í garði allra íbúa sem nefna þau með nafni og að lokum eru þau étin.....!!! Takk fyrir þetta elsku Oddur minn!!! Daaaaaaaa.....!!!!!!!!! Þinn einlægi Bergur SVÍNABÓNDI... Þið hin!!! Have áfram fun, knús á ykkur öll... Berglind BTR
Áhöfn FI-1450, sun. 17. feb. 2008
Gunnar Kristjánsson
Blessaður Halli. Það er gaman að ferðast með ykkur í huganum til landa sem ég hef ekki komið til.Gangi ykkur vel.
Gynnar Kristjánsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. feb. 2008
Til besta pabba í heimi Sigga Jóns!
hæhæ,, söknum þín rosa mikið.. hvað er að frétta þarna úti?:) Það er allt gott að frétta hjá okkur , :) leitt að þú missir af mér keppa (aftur) næstu helgi :( Hlökkum rosa til að sjá þig :) -rakel,maría,jónarnar og darri
rakel sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. feb. 2008
Halli!
Takk fyrir sms-ið. Rúlluðum mótinu um helgina, þrátt fyrir mikið af þungum og þreyttum sundmönnum, eftir erfiða æfingaviku. Annars allt gott að frétta af okkur. Alltaf kíkt á 9ww á hverjum degi, sjáum að það er mikið gaman og vonum að það verði svo, allt til loka ferðarinnar Var búin að gefa pa slóðina, vona að hann sé að fylgjast með ykkur, hann hefur mikið gaman af öllu sem viðkemur ferðalögum. Láttu þér líða vel...tek eftir því að lopasokkarnir hafa fengið frí í ferðinni ha ha ha. Kv.Linda
linda gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. feb. 2008
Kveðja frá Neshaga 14
Elsku Jói Okkar bestu kveðjur til þín og annarra í flugáhöfninni. Siggi og Áslaug
Áslaug Jóhannsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. feb. 2008
Halli og co.
Eruð þig ekki þreitt eftir langan föstudag...hahah Írb rústaði auðvitað KR-mótinu í liða keppninni eins og við mátti búast :) og erum við i skýjunum yfir þvi og ætlum við að fagna því með að fara í afmæli í næsta húsi. Halli ef þu kemst i tölvu með neti, kiktu þá a nyja vikurfrettablaðið. Hafið þið það sem allra best...kv Edda og Erla Dögg
Edda og Erla Dögg (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. feb. 2008
Hugs and kisses!
Já, eins og einhver sagði þá er dagdrykkja gríðalega vanmetin íþrótt!! Gaman að sjá að þið takið þá íþrótt fram yfir Golfið!! En stelpur væruð þið til í að kyssa og knúsa hann Tim frá mér (tveir kossar og fast faðlag)!!! Kv, Gurrý 101 Rvk
Gurrý (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. feb. 2008
Ekkert sólskinsfárviðri hér
Flott bloggið og ekki skemma myndirnar fyrir. Dagdrykkjan virðist ekki vera stórlega vanmetin hjá ykkur, en það vantar greinilega golfgenið í mannskapinn! Man U ARS 4-0 heppnissigur hjá United, en hverjir eru efstir. Kv. Heimilisfólkið á bauganesi 21a (Siggi og Co.)
sigurður e sigurðsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 17. feb. 2008
Kveðja frá Njarðvík
Við situm hér í Njarðvík eftir góða máltíð eldaða af meistara Andrési. Vantaði bara Halla til útfæra betur uppskriftir þeirra Njarðvíkurbræðra. Hafið það gott í hitanum þarna "down under". Kv. SS gengi nr. 1.
Stefán og co (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. feb. 2008
Hei beibs
Hæ hæ öll saman, Frábært blogg hjá ykkur, alltaf gaman að lifa aðeins í gegnum aðra :-) Hafið það rosa gott og skemmtið ykkur vel!! B.kv.Sibba (KAH) P.s. Oddný mín, þar sem þú mættir ekki í raddprófið varstu sett í altröddina. Þú ert geðveikt heppin enda var slegist um plássin þar!!
sibba (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. feb. 2008
Hæ Inga Rún
Gaman að lesa ferðasöuna. Þú verður örugglega neð dansatriði á næsta þorrablóti. Systir mín fór með öllum sonum mínum og Viðar stóð sig veln sem herrann hennan hennar. Nú ertu líklega á slóðum krókódíla Dundee. Vona að allt gangi vel áfram og ykkur leiðist öruglega ekki. Kveðja, Obba.
Sigrún Björnsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. feb. 2008
Halli kútur
Hey hó Halli beib vonandi hefur þú það gott og allt gengur vel. ég(Magga) og Svanur vonum að það verði hægt að nota þig betur í vinnunni þegar þú kemur aftur heldur en hann Bassa sem gengur ráðvilltur um gólf með sólheima bros á vör:) Svanur er rosa hrifinn af sportröndunum sem eru komnar á fína bílinn þinn þær fara svo vel við gula pilsið hennar Eddu ; ). SMS frá Bassa:Dökkhærða stelpan í rauða pilsinu og svörtum topp á Páskaeyju er frátekinn hann sá hana fyrst. Sykursætar kveðjur frá THE KOKS : ) PS:Rjóminn sem þú skildir eftir á borðinu,á hann að fara inn í kæli?????
Magga (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 16. feb. 2008
Nostalgíukveðjur
Stjörnubjartur himinn hvað! Fóruð þið virkilega ekki á kvöldsýningu páskaeggjadansaranna? Þið sögðuð kannski ekki frá því af tillitssemi við Dillý. Ég hef reyndar verið að bíða eftir tækifæri til að segja henni frá því að karlgreyið náði sér aldrei almennilega eftir aðskilnaðinn í fyrra og nú hefur annar dansari tekið hans stöðu sem aðaldansari flokksins. Einnig var honum sagt upp störfum sem stigamanni á flugvellinum og vinnur nú í 67% starfi á bensínstöðinni. Annars er allt sæmilegt að frétta af fróni.Okkar fólk er smám saman að týnast á línuna og gengur það eftir atvikum vel. Vilborg fór t.d. á 212 í gær og var frekar sár þegar henni var vinsamlegast bent á að hún þyrfti ekkert að vera kæla allt kampavínið og hvítvínið fyrir flugtak. Einnig var hún mjög hneyksluð að fá ekki að blómaskreyta salernin eins og hún er vön. Það er frábært að fylgjast með ykkur og upplifa aftur þetta ævintýri sem svona ferð er. Gangi ykkur sem allra best.Áfram KR! Gunnhildur
Gunnhildur Úlfarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. feb. 2008
Hæ þið öll, hressa fólk,
Tek undir með Halldóru Lísu, en þetta eru allavega góða tilþrif hjá þér Björg min.Þú tekur okkur hin svo í sveiflu þegar þú kemur heim. Haldið áfram að hafa fjör, Kv. Íris Sigurðard.
íris sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. feb. 2008
Kveðja úr Bítlabænum í Keflavík
Hæ Halli vinur ég sé að það er mikið að gera hjá þér en ég veit að þú reddar þessu eins og venjulega hér er allt gott að frétta allir hressir og kátir stórmót hjá KR (ekki lát Jóa Lapas og Magga vita af þessu eru alltof stórir Kringar , bið að heilsa öllum um borð sérstaklega stelpunum mínum ha ha ha kveðja Jón Kr. í Kef
Jón Kr. Magnússon (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. feb. 2008
mútta BJ
Ég er verð að segja að ég fékk nett hláturskast við að sjá þig í villtum danssporum með fjaðurklæddum mönnum.....ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur og sjá myndirnar....allt gott að frétta héðan...p.s. væri ekki verra ef þú kipptir einum myndarlegum Ástrala með þér handa dóttur þinni : ) knús HLB
halldóra lísa bjargardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. feb. 2008
Hótel á páskaeyjum
Vildi bara athuga hvort það hafi ekki verið í lagi með hótelið á Páskaeyjum Bestu kveðjur frá Ghana Gunnar Hauksson
Gunnar Hauksson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 15. feb. 2008
Halli og co
Gott að þið gátuð bjargað einni steinstittu frá falli og svo lituð þið allveg eins út og stittunar sem þið stóðuð fyrir farman í röð ;)en héðan er bara gott að frétta og enn er glaða sól en hafið þið það gott á þessum frábæra valentínusardegi kv EDDA OG CO
Edda Ottósdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008
Kveðjur frá klakanum
Hæ hæ allir Frábærar myndir og gaman að fylgjast með ferðinni ykkar. Vonandi hafið þið það sem allra best. Bestu kveðjur Fanney
Fanney Hardardottir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008
Gonsi :-) & co.
Þið standið ykkur eins og hetjur í blogginu. Skemmtilegar myndir og góðir pistlar ;-) Njótið þess að vera þarna úti, langt í burtu frá slabbinu, hálkunni, rigningunni, snjókomunni, rokinu osvfr.... Góða skemmtun í hitanum og sólinni á Samoa. Bestu kveðjur frá Íslandi, Anna Rósa.
Anna Rósa (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008
Anna Dís
Skemmtilegt að heyra frá ferð ykkar og ævintýrum. Lítur út fyrir að vera dans á rósum og stöðugt fjör. Er það ekki? Það fer nú varla mikið fyrir 40+ farþegum. Bara eins og stór Saga klass. Þið haldið bara áfram að láta gott af ykkur leiða og við bíðum frekari frétta. Ástandið á heimilinu gæti ekki verið betra. Börnin stunda næturlífið á fullu og ég get drukkið bjór yfir fótbolta á hverjum degi. What more could you ask for! Þinn ástkæri eiginmaður síðastliðna 7900 daga. Gretar PS Happy Valentines Day (blómin og konfektið bíða heima)
Gretar Ívarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008
Veðrabrigði
Sæl öll Svipað ástand hér og á Páskaeyjum. þ.e. stjórnvöld hafa ekki enn viljað breyta klukkunni. Annars er það staðsetningin á eyjunni meira aðkallandi vandamál. Þessi and"#%/& staðsetning sem gerir það að verkum að veðrið er aðeins frábrugðnara heldur en hjá ykkur þessa dagana. Hér skiptast á jólasnjór og haustrigningar sinn hvorn daginn sem veldur miklum skorti á gipsi í landinu þessa dagana en hægt er að hugga sig við hliðarbúgrein þeirra sem búa í kjöllurum.......... þ.e. fiskeldi. Ég veit að það vottar fyrir öfund í þessum orðum mínum en ég óska ykkur frábærrar ferðar og skemmtið ykkur sem allra best. p.s. Visa Valitor hafði samband við Flugfreyjufélagið og var að forvitnast um hvort rétt væri að við hefðum gengist í kortaábyrgð fyrir okkar félagsmenn í þessari heimsferð???????????????
Ásta (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008
g´day shelas and blokes !
Elsku Björg og co, snilld að lesa pistlana og myndirnar, boy oh boy, nenni samt ekki að sjá fleiri myndir af einhverjum kellingum að abbast upp á dansarann minn á Rapa Nui ! Minn er þessi háfætti, vöðvastælti, sólbrúni með síða svarta liðaða hárið og blikið í brúnu augunum ! Oddný þekkir hann. Aðgát skal höfð og allt það. Eflaust munu kengúru-borgararnir renna ljúflega niður (upp) á hvolfi þarna niðurfrá. Hér er enn sama ríkisstjórnin og Ólafur enn með Dorrit. Sumt breytist bara ekki.....fugl dagsins er kalkúni.......Dilly
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008
Halli og Co
Jæja þú færð lengingu á ferðinni þvi að það eru allir að bjóða okkur í mat haha en það er enn allt gott að frétta héðan stöðug sól og læti svo að maður verður orðinn kaffibrúnn þegar þú kemur heim með afganginn af sólinni Hekla voff voff er úti núna hún á að koma inn kl 11. það biðja allir að heilsa Konni frændi líka hann ætlar að vera soldánn um helgina og vera með myndarlegt kvennabúr eins og bróðir minn haha, svo er eva rós að fara að keppa tvo bikarleiki í vikunni , einn á morgun í grindavík og svo einn á föstudaginn í njarðvík. En hafið þið það rosalega gott kv Edda og co
Edaa Ottós (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. feb. 2008
Björk, dóttir siggu
fyrirgefið að ég hef ekki skrifað neitt hérna fyrr, mikið að gera. Það virðist vera alveg rosalega gaman hjá ykkur þarna úti, síðast þegar ég heyrði í mömmu sagðist hun vera að fara til Perú og þar væri ekkert samband. myndirnar ykkar eru geðveikar, mjög gaman að fylgjast svona með.
Björk Viðarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. feb. 2008
Kveðja frá Lúxembúrg
Elsku öll, gaman að fylgjast með ykkur frá Lúxembúrg. Flugbakterían ætlar seint að slokkna. Krókusar farnir að stinga upp hausum í leit að vori hér í Lúxembúrg. Virðist vera handan við hornið. Gangi ykkur sem allra best og ég fylgist með ykkur :-) kv. Auður Stefánsd
Audur S (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. feb. 2008
Tútturnar í Casa
Héðan er allt frábært að frétta gæjarnir rigna inn um dyrnar hver á fætur öðrum og glæsilegir í hvívetna. Sorry var verið að bjóða okkur í dýrindis málsverð á Hilton og þá var sérstaklega tekið fram að við yrðum að smakka á bæði öllum drykkjum og þeim mat sem okkur yrðu færðir. Við afþökkuðum með sóma því við erum traustar konum og djömmum ekki á daginn!!!!!!! Hvernig hafið þið það, sjálfsögðu þarf ég ekki að spyrja þið hljótið að hafa það alveg æðislegt. Bið að heilsa öllum góða skemmtun !!!!!!! kær kveðja, Alda
Alda Ingibergsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. feb. 2008
Sigga Toll
Hæ babe,og þið öll. æðislegt að sjá myndir greinileg mjög gaman. þetta er svakalegt að fá að upplifa svona ferð. hafið það gótt skal! kv. Þóra TST
Þóra Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. feb. 2008
Hangover in Reykjavík
Halló! Er með þunglyndis og aðskilnaðarkvíðakast á háu stigi! Verð að fá blogg frá ykkur svo ég geti lifað mig inní þetta og endurupplifað! Hlakka til að fylgjast með ykkur áfram! Sendi ykkur svo nafnið á "The best Oman Restaurant" þegar nær dregur! Kv,Gurrý GRM
Gurrý (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 13. feb. 2008
Halli og co
Hæ það er gott að vita að þið eruð kominn á Páskaeyju þið komið væntanlega með Páska eggin hahhaah en njótið ykkar. Héðan er allt gott að frétta stelpurnar í Casa biðja að heilsa Halli og passa mig vel það er bara djammað um helgar hahahahh kv EDDA og Co
Edda Ottósdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008
Sigga Toll (Toll ??????)
Herdís og Kai følger også med i din verdensrejse, vi lover at passe på Viðar på lørdag, jeg lover at danse med ham. Ha' det rigtigt godt. Mange kærlige hilsner, Herdís & Kai
Kai S (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008
Hangover in Brussel
Sæl veri þið heimsálfar. Er nú staddur í Brussel þeirri undarlegu og jafnframt lítt áhugaverðu borg, þar sem fólk er heldur fúllynt. Þáð er nú ekki glamúrinn yfir þessu miðað við það sem þið eruð að upplifa á ferð ykkar um heiminn. Gunners malla þetta áfram! Kv.Siggi Sig.(SSE)
sigurður e. sigurðsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008
til pabba frá jakobi
Arsenal - blackburn 2-0 Zenderos og Adebayor skoruðu mörkin. ég er smá veikur en það er að batna. hveðja jakob þór magnússon
jaki taki takaskór (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008
Sigga Toll
Hæ Sigga mín og þið hin líka. Gaman að fylgjast með ferðinni. Flottar myndir. Mundu ef þú ferð framhjá þar sem magadansdót er selt, máttu alveg hafa mig í huga, glimmertoppa, skart og skraut! Veðrið er aðeins betra núna, en það var alveg brjálað fyrir helgi. Kossar og knús í krús, kveðja Tollý Toll.
Þórdís Thorlacius (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008
Sigga Toll
Allt gott að frétta af okkur úr Garðabænum.Spáir hlýnandi veðri ca 5° hita .Það er verið að spá í árshátiðina hér í vinnuni sem verður augardaginn 16feb.Er í vandræðum með fylgidömu. (Veistu um einhverja?) Bið að heilsa öllum og góða ferð áfram. Kv. Viðar og allir í BYKO
Viðar Magnússon (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008
Hvar er Halli ??
Hæ Halli og félagar Ha,ha,ha sag'ér að maður þyrfti á námskeið til að vera "loadari", en gott að félagarnir söknuðu þín áður en lagt var í hann. Sjáum á myndunum að það er gleði í hópnum, þau ert auðvitað í kvennafansinum eins og við mátti búast, enda vanur maður, en færð nú líklega ekki að rugla í feldinum á þeim eins og Heklu okkar. Njóttu tímans það er svo stutt þangað til þið komið heim aftur í skítakuldann. Kveðja úr Kefló, Nonni og Linda
linda gunnarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 12. feb. 2008
A & F and co!
Hæ öll saman! Það er frábært að fylgjast með ykkur-Páskaeyjar framundan og það er nú meira undrið,mikil upplifun að koma á þennan stað.Kæra áhöfn njótið þess að vera til þennan tíma sem er svo fljótur að líða og strákar þið eruð flottir í bolunum! Þessi áhöfn er greinilega samtaka í einu og öllu!! Bestu ferðakveðjur,Kiddi Möller (KEM)
Kiddi Möller (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
HALLI OG CO
jæja maður verður að láta heyra í sé eins og allir hérna en það er sól og blíða hérna og allt gengur vel allir að keppast við að fara út með Heklu voff voff jæja við erum að fara að horfa á CSI MIAMI og ath hvort að það sé búið að finna Halla en hafið þið það rosalega gott kv Edda og CO
Edda (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
Abecrombie and Fitch
Lapas-sys skrifar: Strákar!! Þið þurfið ekki allir að vera í uniforminu á bæjarröltinu þ.e A&F. Hálffyndið að sjá ykkur alla svona þríburalega. Héðan af klakanum er allt hrollkalt að frétta. Maður fer að sofa í grenjandi rigningu og vaknar í snjóstormi, Grænland hvað! segi ég nú bara. Ef þessi veðrátta drepur mann ekki þá veit ég ekki hvað gerir það. Sé það á myndunum að veðráttan er ekki helsta umræðuefnið hjá ykkur. Fór að skoða Freyju um helgina hún er nottla bara krútt en ég er alveg að gugna á þessu, sérstaklega þegar það koma svona sex leggja sleggjur með vakttíma upp á sléttar og sleiktar 11 íslenskar (veðráttu) stundir. Þá langar manni ekki út í klst í viðbót að bíða eftir því að fjórfætlingurinn klári sig af hehehe. En ég er öll að verða jákvæðari aftur. Á svo sem sennlega eftir að skipta svona 30 sinnum um skoðun á þessum tíma sem þú verður í burtu. Ertu ekki fegin að þurfa taka þátt í þeim pakkanum??? Jæja nóg af bulli, ætla ekki einu sinni að spyrja hvort þið séuð ekki að skemmta ykkur ég sé það bara á myndunum :) Bestu kveðjur til ykkar allra María Lapas
María Lapas (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
til pabba frá Palla
hvenær ertu komin til ameríku ég var að skoða myndirnar af þér mér annst flugvélin flott og litlu hamborgarnir leitt að ég gat ekki komist með kveðja palli
Lukka (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
Oddný á Páskaeyju
Viltu kaupa fyrir mig tvo pakka af OMO þvottadufti í búðinni á horninu ? Alveg orðið ófáanlegt í Bolungarvík ! Látiði svo dansarana í friði, ég fann þá fyrst ! knús Dillissimo
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
frú Björg þjóðhátta og íslenskufræðingur.
Góða ferð til páskaeyja.....mamma þú mátt allveg kippa með einu innfæddum dansar með þér í handfarangri heim...sár vantar dansfélaga á dansnámskeiðið hjá ffí....væri ekki amalegt að mæta með einn slíkan....dó úr hlátri þegar ég sá mynd af þér með skotthúfuna...kæmi mér ekki á óvart ef þú lumaðir á einum þorrabakka frá múlakaffi í töskunum; ) fáir þjóðlegri en þú! spurning um að nýja júniformið verði bara þjóðbúningurinn? örugglega mjög gott að vinna í honum:) Kossar og knús hlb
Halldóra Lísa Bjargardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
Gleðilega páska......
Elsku öll og Ohahahaahaha....líka...!! Góða ferð til Páskaeggjaeyja. Bið að heilsa öllum mótorhjólastrákunum sem þeysa um eyjuna á crossurum. Líka dönsurunum sem létu augun í manni næstum spýtast út úr tóftunum.... Njótið alls í botn, þið eigið að skilið í þessari skítavinnu, someone has to do it....!!! Knús á ykkur öll, veit að þið rúllið þessu áfram upp með glæsibrag, enda eruð þið topppakk....., Berglind 9ww1. Oha! Mamma biður að heilsa þér, er ennþá á spítalaunum á krabbó með oxy 24/7 en nokkuð hress þó!!
Áhöfn FI-1450, mán. 11. feb. 2008
Inga Rún og öll hin
Á meðan haglið bylur á þakinu, tré rifna frá rótum,flæðir í kjallara og önnur rólegheit eru viðvarandi hér heima þá leiðist manni ekki að að ona 9ww2 og fylgjast með ykkur á heimsröltinu. Mjög gaman að fá svona góðan myndaskammt. Gangi ykkur allt í haginn og njótið ykkar vel. IR það verður Fríðaboð á fimmtudag og Þorrablótið á föstud. LA svo á sunnud. Kærar kveðjur öll frá Jófý
Jófý (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
hæ ammí mín
Sunna Björg vildi minna ömmu sína á að versla í "heimshornasafnið" Annars allt gott að frétta héðan, Sunna ennþá í gifsi voða hress, kemur í ljós á þriðjudag með framhaldið.....Segjir ammí og epli í gríð og erg.......þannig að það er eins gott að amman verði tilbúinn í eplaflysjun við heimkomuna. Gott að allt gengur vel og góða ferð á næsta áfangastað. knús til þín frá aba og sbh
Arna Björg (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
Frábærar myndir:)
Hæ frábærar myndir frá ykkur það sést að allt gengur vel ekki að spyrja að því:) knús og kossar Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. feb. 2008
þá hefst það fyrir alvöru !!
jæja þá er balli byrjað,þarf að fara varlega í Lima hef ég heyrt. Ása , lillan mín útskrifaðist í dag með láði, bara aðeins að monta mig :) Og hvernig væri að gera okkur sem bara þekkjum einn eða tvo að setja inn nöfn á liðið svona við tækifæri.kv.inga
inga (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 10. feb. 2008
góða ferð
En einn stormurinn hér á litlu eyjunni okkar og þið í sól og sumaryl í CSI leik, það verður greinilega ekki leiðinlegt hjá ykkur næstu vikurnar!Góða ferð og góða skemmtun. Og verið dugleg að setja inn myndir ;) (vona að þú sért ekki yfir þeirri deild mamma(björg) kveðja Halldóra Lísa Bjargardóttir.
Halldóra lísa (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 8. feb. 2008
Toniccc...cc..hh...ii.ccc...hic....
Tonic hvað!!?? Frú G og T þurfti ekkert tonic að ráði í glasið!! Hún vildi hann very strong....!! Þess vegna faldi ég tonicið svo hún vinkona mín fengi almennilegan drykk frá ykkkur.... Góða ferð elskurnar! Veit að þið rúllið þessu upp með glæsibrag! Hugsa til ykkar. Bestu ferðakveðjur, Berglind 9ww1
Áhöfn FI-1450, fös. 8. feb. 2008
Leitið og þér munuð finna!
Hæ elskurnar, gott að þið funduð tonicið. Þið hafið nú eflaust verið fljót að hugga farþegana okkar, vona að þeir hafið verið stilltir og prúðir eins og þeir voru búnir að lofa okkur. Við náðum ekki að fara í túristaleik í Miama, verður gaman að sjá myndirnar. Gangi ykkur vel og góða ferð til Lima,Lima,Lima. Vona að þið komið tölvunum í gegn. knús Vilborg
Áhöfn FI-1450, fim. 7. feb. 2008
Skemmtið ykkur frábærlega
Fæ fiðring eins og Candy. Það er ótrúlegt ævintýri að fara í svona ferð. Njótið hvers dags í botn. Bestu kveðjur, Íris Björk
Íris Björk (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 7. feb. 2008
Hafið það sem allra best
Hæ sæta áhöfn tek undir með Habbý góða ferð, góða skemmtun og njótið hlakka til að fá að fylgjast með ykkur sá vélina sveima hér yfir Reykjavík í dag og fékk enn og aftur fiðring í magann að vera með ykkur knús og kossar:) Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 6. feb. 2008
Um bloggið
9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar