3.3.2008 | 00:02
Cairo - heim ...
Það hvíldi köld þoka yfir friðsælli Nílará þegar áhafnarbíllinn okkar renndi af stað frá hótelinu. Hrollur fór um dömurnar í nælonsokkabuxunum en það er víst tími til að venjast honum. Heima er snjór og kalt. Farþegarnir okkar gengu um borð í vélina upp rauðan dregil sem var á stigabílnum en við stigann stóð Anna Dís prúðbúin í íslenskum upphlut og bauð þá velkomna. Ekki alveg það sem þeir hafa búist við eftir uppátæki okkar á síðustu leggjum en vá, þeir féllu í stafi. Tóku myndir og spurðu og spurðu út í búninginn. Þeir vissu náttúrlega ekki á hverju þeir áttu von síðar á fluginu, ræ ræ ræ Áætlaður flugtími heim héldum við að væri eitthvað grín, 7:55 og hugsanleg millilending í CPH vegna mikils mótvindar. En það breyttist nú, enda eru strákarnir okkar engir venjulegir flugmenn :-) Við heyrðum frá einum farþeganum að honum fyndist við engin venjuleg flugáhöfn og svo sannarlega ólík þeim bandarísku. Samhent, geislandi og frjálsleg og svo væru unglingar í flugstjórnarklefanum ☺ ! Þegar nokkuð var liðið á flugið og allri matarþjónustu lokið kom Björg í hátalarann og auglýsti skartgripasýningu afturí setustofu vélarinnar. Og það var eins og við manninn mælt. Konurnar spýttust aftur eftir vélinni með skartgripapokana og svo var öllum sýnd innkaup ferðarinnar. Þær ó-uðu og æ-uðu yfir öllu skartinu og hvað er betra á stundu sem slíkri en dreypa á Laurent Perrier kampavíni ($ 300) og narta í konfektmola frá Nóa Síríus?! Þegar dömurnar voru í óða önn að virða fyrir sér eðalsteina og gull á lounge-inum hurfu skyndilega allar flugfreyjur úr farþegarýminu og stuttu síðar ómaði seiðandi arabískur takturinn um alla vél. Úr fremra eldhúsinu komum við svo dansandi, eins vel og Josy magadanskennari hafði kennt okkur áður en við lögðum af stað, og bárum fram egypskan eftirrétt með stíl innfæddra. Aumingja Ron gamli sem kom út af einu salerninu fékk næstum taugaáfall og lokaði hurðinni aftur en var dreginn út af tveimur brosandi Icelandair magadansmeyjum. Klukkustundirnar átta þugu hjá eins og óð fluga! Fyrr en varði var kominn tími til að ganga frá og lenda heima í snjónum og var ekki laust við að maður fengi kökk í hálsinn þegar Björg kvaddi farþegana okkar, gestina okkar síðustu 26 daga, og bauð okkur velkomin heim. Eftir að hafa heilsað og kvatt áhöfnina sem tók við vélinni og skilar ,,okkar fólki til New York fórum við niður í komusalinn þar sem okkur var fagnað með lófataki og ræðu frá Jan Moester, aðalfararstjóra A&K í ferðinni. Við roðnuðum bara yfir fallegum orðum hans í okkar garð en gengum svo á milli farþeganna og kvöddum þá alla persónulega. Skyldumæting var svo í rútuna til Reykjavíkur ( Halli fékk að vísu skriflega undanþágu sökum búsetu) þar sem rifjuð voru upp nokkur góð moment. Já og hlegið aðeins meira. Fjölskyldur okkar biðu spenntar eftir okkur í Reykjavík hvar síðasta hópmyndatakan fór fram í áhafnaherberginu☺.
The Globetrotters, áhöfnin hlæjandi á TF-FIA, FI 1452 segir þessari dagbók lokið en tekið er fram að búast má við fleiri myndum allra næstu daga.
Gonsi, Jói Lapas, Maggi Stefáns, Óskar, Björg, Anna Dís, Sigga Toll, Oddný, Ása, Inga, Siggi og Halli.
Um bloggið
9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég undirrituð þakka mikið vel fyrir mikla og góða skemmtun allan þennan tíma sem þið hafið verið á ferðinni, alveg hreint frábært að hafa ykkur þarna úti að kíkka á heiminn fyrir okkur hin sem ekki komumst þetta núna.En það segi ég satt að ég hef fundið nokkra staði sem ég bara verð að sjá með eigin augum. Takk aftur. kv inga
inga oskars (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.