Cairo dagur 2

Í dag var óskipulögð vöknun! Fólk þurfti að hvíla sig mislengi eftir dansæfinguna í gærkvöldi en eftir morgunverðinn fundu flestir áhafnarmeðlimir sig einhvern veginn sig knúna til að reka múmíur og fornmuni augum í Egyptian Museum. Það er alveg kyngimagnað að sjá múmíurnar liggja þarna í glerkistunum. Andlitin, húðina sem enn er heil, hárið, tennurnar og neglurnar og einhver furðuleg tilfinning hellist yfir mann. Einhver hlýja eða virðing fyrir manneskjunni sem fyrir 4-5000 árum var sprelllifandi og lifði svo allt öðruvísi lífi en við gerum í dag.

Svo dóluðu menn sér hér og þar. Gullbúðin góða var heimsótt af sumum sem voru komnir með ´last minute shopping´ skjálfta, aðrir skelltu sér í súkkið að kaupa krydd, egypska bómull og silki en jú, sumir þurftu að vinna!! Siggi & Hall stjórnuðu gerð veitinganna fyrir heimflugið í flugeldhúsinu af natni eins og þeim er einum lagið en öll sameinuðumst við svo í síðustu kvöldmáltíðinni í matsal hótelsins um kvöldið. Allir snemma í bólið, pick up kl 05.00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008

Höfundur

Áhöfn FI-1452
Áhöfn FI-1452
Felias Fogg okkar tíma
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...-13_47-1254
  • ...-13_47-1252
  • ...-13_47-1251
  • ...-13_47-1247
  • ...-13_47-1246

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband