29.2.2008 | 15:00
Dagur í Aqaba
KL 10.00 stundvíslega lögðu 10 áhafnameðlimir af stað í 2ja tíma ökuferð upp að hinni týndu borg Petru. Petra var fyrst uppgötvuð af svissneskum landkönnuði, Johanni Ludwig Burckhardt, árið 1812 en talið er að hún sé um 2500 ára gömul. Það voru Nabatear, heiðingjar, sem voru á svæðinu frá ca 500 f.Kr til 100 e.Kr sem hjuggu guðdómlegar grafhvelfingar og líkneski af guðum sínum útí klettana og birtist borgin manni að óvörum eins og lygasaga þegar maður gengur í gegnum þröngt djúpt gilið. Petra var einnig miðstöð viðskipta, krossgötur verslunarleiða allt frá Gaza í vestri, Damaskus í norðri, Aqaba við Rauðahafið og alla leið yfir í Persaflóa. Allt fram til ársins 1985 þegar Petra komst á heimsminjaskrá UNESCO bjó fjöldi bedúína í hvelfingunum en þá ákváðu yfirvöld að flytja þá burtu og byggðu handa þeim heilt hverfi í Wadi Moussa skammt frá Petru. Í júlí á síðasta ári var Petra kjörin eitt af 7 undrum veraldar. Á leiðinni upp í fjöllin ók hópurinn fram á bedúínatjöld, geitahjarðir og smala. OHA og ADS fóru í hádegisverðarsiglingu á Rauðahafinu, smygluðu sér með hópi Hollendinga sem var í Lions-ferð og kom í ljós þegar leiðsögumaður þeirra, hin síbrosandi Marianne, sá glitta í 66°N merki á peysunum okkar að hún var alvön leiðsögn um Ísland og var mikið spjallað og hlegið. Heimurinn er merkilega lítill. Snæddum ´heima við´ og fórum snemma í bólið.
Um bloggið
9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.