
Við vorum varla búin að smyrja á okkur Coppertone-inu úti við laug þegar fréttir bárust af boði í hádegisverð með farþegunum okkar. Vorum búin að hlakka til að fá að máta sólbekkina og anda að okkur hlýjunni hér í Oman en verðum bara að fara fram á að Loftleiðir splæsi í brúnkuklúta eða ljósakort eftir heimkomu. Eftir 45 mínútna keyrslu yfir nokkur fjöll komum við loks að veitingastað við fallega smábátahöfn og snæddum við þar arabíska smárétti og dreyptum á geggjuðum lemon-lime safa. Sátum svo í sólinni þar úti á veröndinni og nutum augnabliksins. Kl 16.00 var útkall alfa í súkkið og verslað svolítið svo við fáum nú ekki fráhvarfseinkenni. Getum ekki höndlað það. Borðuðum kvöldverð snemma því planið er að skoða stóru moskuna á leiðinni út á flugvöll eldsnemma í fyrramálið. Ása úti á götu í Muscat: ,,Rosalega er lítið af konum í lausu hérna í Muscat...".
Athugasemdir
"Konum í lausu" - ahahahaha!! Hún er ekki bara sæt hún frænka mín.
Hef ekki náð að vera nógu dugleg að fylgjast með reisunni ykkar, en það get ég sagt þér Ásgerður að frú Ingibjörg er búin að eyðileggja þrjú lyklaborð með slefi og langt komin með það fjórða! Hún er dauðhneyksluð á mér að vakna ekki bara fyrr á morgnana til að ná að kíkja.
Ég er samt ekkert öfundsjúk - alls ekki neitt. Brjálað ævintýri í vinnunni hjá mér evrídei. Dalamenn búnir að álykta hægri, vinstri, svo ekki sé minnst á smábátaeigendur og...
Góða skemmtun og haldið þið áfram að vera svona dugleg að blogga!!
Sigrún Ósk (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:33
Hæ hæ, langar að renna inn smá kveðju að heiman, greinilega ekkert rosalega leiðinleg ferð þarna í gangi og njótið bara sem best!!!
Kv, Atli Thor.
Atli Thoroddsen (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.