Jaipur-Jodhpur-Agra-Muscat

Kominn tími til að kveðja Jaipur. Flestir bara fegnir. Flugum í hálftíma til Jodhpur þar sem farþegarnir okkar gengu um borð og fengu enn eitt broskastið þegar þeir sáu okkur, við allar klæddar í litríka sari og punjabi. En sökum sandstorms í Agra töfðumst við og sátum á rampinum í Jodhpur í næstum fjóra tíma áður en heimild fékkst til flugtaks. Farþegarnir okkar létu þessa seinkun engin áhrif hafa á sig! Fólk þáði bara enn meira kampavín, annan Bloody Mary eða greip bók að lesa. Og börnin tvö sem eru með okkur sátu bara og teiknuðu. Ekkert að gera við sandstormi. Á endanum náðum við þó til Agra og vorum þá orðinn svo sein í tímaplaninu að ekið var í snarhasti með farþegana inn að Taj Mahal og út á flugvöll aftur. Hluti af áhöfninni (,,five freys og two kokks") gerði þó betur og skaust á eftir farþegunum inn að hofinu og út í vél á ENN skemmri tíma!! Hið heimsfræga musteri ástarinnar, Taj Mahal, lét Shah Jahan keisari reisa í minningu heittelskaðrar konu sinnar Mumtaz Mahal er hún dó af barnsförum eftir fæðingu 14. barns þeirra hjóna 39 ára að aldri. Hún bað hann þriggja óska fyrir andlátið og var sú fyrsta að hann tæki sér ekki aðra konu eftir hennar dag, að sjá vel fyrir foreldrum sínum og börnum þeirra og að reisa sér fallegt minnismerki eða grafhýsi. Hann varð við öllum óskunum þremur. Taj Mahal er hannað í svokölluðum Mughal-stíl eða stíl sem sameinar Persnesk, Tyrknesk, Indversk og Islömsk einkenni. Það tók 22.000 manns 22 ár að fullgera musterið en það komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1983. -- Eftir 3:15 tíma á flugi frá Agra, og samtal á bylgjunni við 2 einmana flugmenn Air Atlanta á cargovél sem dauðöfunduðu strákana okkar af félagsskapnum, lentum við síðan í soldánsríkinu Oman, nánar tiltekið í Muscat. Hlutirnir gengu mun hraðar hér á vellinum en við höfðum áður vanist og komst Óskar Harley-mekki svo vel að orði að verðmiðinn væri ennþá á honey-trukknum. Allar græjur splunkunýjar (Fyrir þá sem ekki eru inni í daglegu flugmáli er honey-trukkur FLUGVÉLAKLÓSETTSUGA) Ókum svo inn í borgina og tékkuðum inn á þetta fína Radisson SAS hótel. Thanx MAS! Dinner úti við laug og svo kíktu þeir allra hörðustu á næturlífið og skelltu sér á klúbb sem minnti einna helst á reffilegt sveitaball í Skagafirðinum. Hljómsveitin sem hélt uppi fjörinu samanstóð af aðalsöngvara sem var drottning drag-drottninganna, tvær bakraddasöngkonur sem höfðu hreinlega gleymt að klæða sig og svo þrír aðrir japanskir tónlistarmenn sem hafa örugglega unnið hæfileikakeppni í sínu héraði heima í Japan og hreppt hnossið í danshljómsveit hússins. Hlógum okkur í svefn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008

Höfundur

Áhöfn FI-1452
Áhöfn FI-1452
Felias Fogg okkar tíma
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...-13_47-1254
  • ...-13_47-1252
  • ...-13_47-1251
  • ...-13_47-1247
  • ...-13_47-1246

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband