Siam Reap-Myanmar-Jodhpur-Jaipur

Óguðlegur p/u tími enn og aftur. En núðlusúpan í morgunverðarhlaðborðinu var nógu góð ástæða til að stökkva fram úr 15 m2 rúminu á hótelherberginu og hraða sér í brekka. Klæddumst kambódískum fötum og heilsuðum farþegunum okkar á kmer þegar þessar elskur gengu um borð. Aldrei of snemmt að fá sér dýrindis Laurent Perrier kampavín (NB 20 þús kr flaskan) fyrir flugtak enda mikið ævintýri framundan. Hentumst yfir til Myanmar, gamla Burma, hvar farþegarnir og næstum öll áhöfnin (Óskar og Oddur sáu um flugvélagæslu) ók inn í borgina Yangon og skoðuðu Swedagon pagóðurnar frægu sem eru hlaðnar 7 tonnum af gulli á ég veit ekki hvað mörgum búddhalíknesjum- og turnum svo maður fær ofbirtu í augun og verður að ganga þar um með sólgleraugu. Stelpurnar stóðu sig svo hrikalega vel að þær komust á markað og það er komið nýtt dress í safnið, Myanmar-gallinn!! Farþegarnir göptu þegar þeir komu aftur útí vél. ,,When and where did you have the chance to go shopping???" Nýtt lúkk í hverri höfn og ferðatöskurnar hjá okkur stelpunum eru á síðustu millimetrunum. En við njótum hverrar mínútu og finnst gaman að gleðja fólkið okkar sem okkur finnst alveg hrikalega vænt um. Fyrir flugtak frá Myanmar sýndu farþegarnir okkur hinum safety demonstration og láku tárin á sumum af hlátri við það tilefni. Sú yngsta og sú elsta, 11 og 81 ára gömlu Önnurnar okkar ásamt þremur öðrum bægsluðust um í björgunarvestum, veifuðu súrefnisgrímum og unnu sér inn mörg stig hjá okkur fyrir vikið. Svo var farið aftur í loftið og ferðinni heitið til Jodhpur á Indlandi þar sem gestirnir okkar fóru af og við áhöfnin tollafgreidd (gera varð grein fyrir hvar plastið í laptopnum var unnið og hvaða úrsmiður smíðaði úrið, slík var skýrslugerðin) en þar sem flugvöllurinn í Jodhpur er hervöllur mátti vélin okkar ekki standa þar og því komum við okkur vel fyrir í flottu lazy-boy sætunum í TF-FIA og flugum í 28 mínútur yfir til Jaipur. Tékkuðum inn á Golden Tulip sem hefur úps, óvart verið byggt í miðju fátækrahverfi, og héldum stórskemmtilega debriefingu & dinner á hótelbarnum. Vorum að spá í að kaupa nýtt lag á iTunes fyrir hótelið, héldum að þetta væri djók þetta eina lag með Norah Jones, en svona er nú bara Indland.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008

Höfundur

Áhöfn FI-1452
Áhöfn FI-1452
Felias Fogg okkar tíma
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...-13_47-1254
  • ...-13_47-1252
  • ...-13_47-1251
  • ...-13_47-1247
  • ...-13_47-1246

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband