20.2.2008 | 15:20
Sydney dagur 2
Vá, það er sama hvar í heiminum við höfum drepið niður fæti, alls staðar vaknar maður fyrir allar aldir, engin leið að sofa út. Því er keyrslan í ferðinni farin að segja til sín, fólk er orðið slappt og þarf á apóteki Bjargar að halda eða hreinlega að halda sig heima og taka því rólega.
En eins og Íslendingar í den keyptu sér flug & bíl til AMS leigðu frískustu heimsfararnir sér hjól & leiðsögumann og skoðuðu borgina frá öðru sjónarhorni en margur annar. M.a. var hjólað upp á brúna frægu sem Bretar gáfu Áströlum fyrir nákvæmlega 76 árum síðan, staldrað við á einum elsta pub borgarinnar og komið við í kaþólskri kirkju sem sjálfkrafa telur niður til heimsóknar æðsta manns kaþólsku kirkjunnar, Benedikts XVI, sem er eftir nákvæmlega 148 daga. En það sem vakti athygli hjólreiðarmanna mest var allfjölmennur hópur fólks sem var úti að skokka. Eftir nánari eftirgrennslan kom í ljós að starfsmenn stórfyrirtækis eins fengu greidd tvöfaldar vinnustundir fyrir að fara út og lyfta bakhlutanum frá skrifstofustólnum í hádeginu!! Svo skelltu flestir sér í wildlife-dýragarðinn við Darling Harbour og sjá kengúrur og kolala og strjúka eðlum af öllum stærðum og gerðum.. Við getum ekki lokið við þessa blogfærslu án þess að minnast á ökumenninguna hér í borg. Hér eru strætóbílstjórar morðóðir og hljóta að fá stig, kauphækkun eða lóð a góðum stað fyrir að rota gangandi vegfarendur með hliðarspeglinum eða hreinlega keyra þá niður. Kristur krossfestur! Kvöldsins notið niðri við höfn. Pakkað og farið snemma í bólið, langur dagur a morgun.

Um bloggið
9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lapas sys:
Jæja þá er Logalandsfjölskyldan komin heim frá New York. Svaka góð ferð. Jói litli byrjaði ferðina vel og var búinn að kasta upp hvorki meira né minna en 5 sinnum áður en við lentum í stóra eplinu. Héldum að þetta myndi enda sem 3 daga hótelherbergisferð þar sem flugvélaælupokar myndu skipa stæstan sess. En við rusluðum honum út um leið og við komum upp á herbergi og þaðan í Toy's R Us. Þar með var litli maðurinn orðinn sprækur. Vorum mjög active fórum á Lion King 5x í Toy's R Us, hestaferð um central park, út að borða á Jekyll and Hyde sem er svona leikrænn veitingastaður, upp í Empire state, listasafn fyrir börn og National history museum. Hann var svaka ánægður með ferðina og voða duglegur. Lion King var alveg GEÐVEIKT og við myndum borga 45000 fyrir 3 miða eins og var í boði á netinu án þess að hika. Við gerðum það samt ekki en fengum miða í 8 sætaröð fyrir miðju geðveik deginum áður í leikhúsinu. Borðuðum mikið sushi jóa fannst það mjög gott og vorum bara mjög ánægð með ferðina. Jói svaf svo alla leiðina heim. Við komum heim með "risavaxinn gírafa" fyrir þig. Settið er semsagt komið á leiðarenda. BK til allra María
Sæll Jói!
Allt gott að frétta af mér, hef haft það fínt í vetrarfríinu mínu. Ég sótti Andreu úr leikskólanum í vikunni og við áttum saman frábæran tíma og hún málaði nokkrar myndir og telfdi fyrir okkur báðar meðan ég var að elda. Í morgun fór ég með Jónu Björk að horfa á Andreu í danskennslunni. Þetta var svona danssýning. Hún var mjög dugleg og fín. Hitti Alexander í hádeginu á Café París og hann sýndi mér vinnustofuna sína í Austurstræti.
Á Hólmavík er golfvöllur nálægt sumarhúsi Kennarasambandsins ef þú hefur áhuga í sumar.
Kær kveðja frá mömmu
Jóhanna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.