Apia - Sydney

Jæja, kominn tími til að yfirgefa eyjuna grænu og skjótast fram yfir daglinuna svona til að toppa allt rugl í líkamsklukkunni. Strákarnir okkar áttu daginn alveg, höfðu keypt sér pils fyrir flugið og voru hinir flottustu í klæðum innfæddra. Farþegarnir voru líka hæstánægðir að ÖLL áhöfnin væri uppáklædd í tilefni dagsins. Flugtíminn til Sydney var 5:35 og var boðið upp á kokteilinn ,,Love is in the air” (því við vorum ekki í loftinu á Valentínusardaginn) þegar við renndum yfir daglínuna. Mikið fjör um borð og er bridge-klúbburinn orðinn fastur punktur í setustofu vélarinnar. -- Lentum kl 13.25 að staðartíma en það er nú voða skrítið að missa svona heilan sólarhring úr. Tollgæslan í Sydney ákvað að við áhöfnin og hver einasta taska í lestum vélarinnar skyldi gegnumlýst og endaði ævintýrið með 1 ½ klst gönguferð um alþjóðaflugvöllinn. Gonsi þurfti að hósta upp 5 þúsund dollurum fyrir farþega sem hafði ekki alla pappírana sína í lagi og dönsuðum við í gegn um NOKKRAR gegnumlýsingar í viðbót og brostum bara hringinn - þó hugur fylgdi nú ekki verki! Björg gekk m.a.s. um og gaf öllum róandi blómadropa undir tunguna. Komumst loks upp á hótel Grace 5 klst eftir lendingu og var hópeflisæfing inni hjá Önnu Dís áður en við röltum niður í bæ í kvöldverð. Vorum frekar framlág og flengdum koddann snemma. -- Við innritunarborðið á Samoa: Oddný:,,Hvort er þetta karl eða kona?” Jói L.:,,Hann er örugglega í miðju breytingarferlinu …!!”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hólímólí,

hrikalega held ég að það sé gaman hjá ykkur. Finn hvergi myndir af strákunum í fjöðrum.....er svo sem ekki tölvuglögg?

Góða skemmtun.

Bestu kveðjur,

Steinunn Ragnarsdóttir 

Steinunn Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:53

2 identicon

Daginn!

Ég held að þeir séu í nýja uniforminu á myndin hérna fyrir ofan! Loftar vel um þá ekki satt?

Bkv.Sigrún

p.s. FFÍ samþykkti ábyrgðina sem við fengum frá VISA Valitor fyrir ykkar hönd :)

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008

Höfundur

Áhöfn FI-1452
Áhöfn FI-1452
Felias Fogg okkar tíma
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...-13_47-1254
  • ...-13_47-1252
  • ...-13_47-1251
  • ...-13_47-1247
  • ...-13_47-1246

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband