Dagur 3 í Lima

Mættum níður í lobby og röðuðum okkur í sófann góða með tölvurnar (merkilegt hvað maður hefur mikla þörf fyrir að vera í sambandi þegar maður rétt skellir sér af landinu!!) Í okkar hópi er enginn maður með mönnum nema hreyfa sig daglega svo á endanum voru allir komnir með program, sumir í gymið, maraþonhópurinn fór út að hlaupa og restin fékk móral og tók kraftgöngusprett niður að strönd ef strönd skyldi kalla.
Siggi og Halli, sem bera núna nafnið ,,Siggi Hall” eða bara ,,Siggi & Hall” , fóru út á völl að elda. Þeir eru algjörir snillingar þessir eðaldrengir og hósta upp hvaða sérpöntunum sem er … hráfæði hér …. ofnæmi þar. Alltaf heyrist: Við reddum því! Eftir hádegi var ferðinni heitið á hinn margrómaða inka-markað þar sem hátískuvörur á við lamaullarhúfur, vettlinga og poncho ásamt skartgripum fögrum úr silfri fylltu innkaupapokana. Aðallega Gonsa.
Skriðum snemma til náða eftir föndurstund inni hjá Björgu.

J.Lapas:,,Eruð þið til í slaka aðeins á blogginu, það hringir enginn í mig …”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008

Höfundur

Áhöfn FI-1452
Áhöfn FI-1452
Felias Fogg okkar tíma
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...-13_47-1254
  • ...-13_47-1252
  • ...-13_47-1251
  • ...-13_47-1247
  • ...-13_47-1246

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband