10.2.2008 | 15:35
Design your day in Lima..
Vöknuðum missnemma og hresstum okkur við í perúsku morgunverðarhlaðborði og síðan var planaður túristaleikur um borgina. Hún Beatrice brosandi (sem ber orðið ´arranged´ ógleymanlega fram..) leiddi okkur í allan sannleika um innreið Spánverja í Perú 1532 og byggingu hinna fögru munkaklaustra víða um landið. Skoðuðum við m.a. dómkirkju San Franciscu reglunnar og katakomburnar sem undir henni eru. 10 m djúpur brunnur fullur af beinum, efsta lagið snyrtilega raðað i mynstur (höfuð, herðar, hné og tær!) og þrúgandi loftleysi átti athygli okkar allra - nema eins! Til fróðleiks má geta þess að á sínum tíma tókst Spánverjum að bræða stóran hluta fornminja frumbyggja Perú þ.m.t. mikið magn af gulli svo ekki er til mikið af þeim dýrgripum.
Um kvöldið var skyldumæting á hinn sívinsæla íslendingastað La Rosa Nautica sem er byggður á bryggjusporði út í Kyrrahafið. Frábær matur og sérvalinn félagsskapur einkenndi kvöldið og skriðu allir ánægðir í rekkju.
Rannveig! Rétt í þessu gekk áhöfn Air Europa framhjá okkur hér í lobbýinu í gallapilsum, -buxum og blazer-um sem einkennisfötum. Okkur líst betur á Steinunni ...
ps. Vorum í sjokki eftir að við urðum vitni að miður fallegum atburði í miðbænum þar sem götustrákur í lörfum var barinn í klessu og höfði hans margskellt í götuna.
Um bloggið
9 World Wonders 6. febrúar - 2. mars 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Björg bestafrænka.
Skoða síðuna daglega, þetta er dásamlegt hjá ykkur, og það á fullu kaupi!!!!!
Bragi og kó.
Bragi frændi (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:06
hæ, hæ
langaði bara að kasta á ykkur kveðju, oddur við náðum ekki að hittast áður en þú fórst af landinu og hér með óska ég eftir viðtalstíma þegar þú kemur aftur á hið fagra land ísland. farið vel með ykkur og passið ykkur á bleikum og bláum dykkjum það er aldrei að vita hvað maður tekur upp á eftir að hafa drukkið slíkan (ekki það að ég tali af neini reynslu)
koss og knús
amý
amý (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.